Var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum? Menja von Schmalensee skrifar 31. janúar 2011 06:00 Einn fallegan sumardag fyrir um það bil tuttugu og fimm árum veitti ég kanínunni minni, henni Mjallhvíti, frelsi við rætur Esjunnar. Mér þótti vænt um kanínuna en heimilisaðstæður höfðu breyst svo ég varð að losa mig við hana. Þetta virtist vera upplögð lausn þar sem enginn vildi taka við henni og aflífun kom ekki til greina í mínum huga. Þarna átti hún að geta notið lífsins í guðsgrænni náttúrunni. Ég vissi ekki betur. Ég var þrettán ára. Í dag er ég margs vísari. Ég veit til dæmis að miklar breytingar hafa orðið á jörðinni okkar. Maðurinn hefur með athöfnum sínum valdið því að tegundir deyja nú út 100-10.000 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist. Mögulega tapast þúsundir tegunda á heimsvísu á ári hverju en flestar þeirra eru okkur enn ókunnar. Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa metið stöðu rúmlega 1,7 milljóna tegunda en af þeim voru 20% hryggdýra, 30% hryggleysingja, 68% plantna og 50% sveppa og þörunga í hættu árið 2010. Ef maðurinn heldur uppteknum hætti stefnum við hratt inn í eina af mestu útdauðahrinum jarðsögunnar. Ábyrgðin er okkar. En hvernig tengist þetta kanínunni minni? Kanínur eru framandi tegund á Íslandi, þ.e. tegund sem maðurinn hefur flutt inn á svæði sem er utan hennar náttúrulega útbreiðslusvæðis. Þetta atriði eitt og sér væri kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni. Umhverfislegt tjón getur til dæmis orðið þegar ágeng tegund á í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru, nýtir þær til fæðu eða veldur truflunum á náttúrulegum ferlum innan vistkerfa. Afleiðingarnar geta verið útrýming einnar eða fleiri tegunda eða veruleg fækkun í stofnum þeirra. Efnahagslegt tjón getur orðið vegna skemmda á uppskeru eða mannvirkjum, vegna sjúkdóma eða vegna neikvæðra áhrifa á nytjastofna. Í dag eru ágengar lífverur álitnar vera meðal mestu ógna við náttúruleg vistkerfi. Með greiningum á válistum mismunandi landa, þ.e. listum yfir tegundir í hættu, hefur komið í ljós að verulegur hluti tegunda (allt að 80%) sé þar vegna áhrifa frá ágengum framandi lífverum. Árið 2002 var áætlað að árlegt fjárhagslegt tjón í þeim löndum þar sem slíkt hafði verið metið næmi meira en 1,4 billjónum dollara (165.000.000.000.000 ISK) eða 110-faldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands árið 2009, og var þá ótalið fjárhagslegt tjón í löndum þar sem slíkar upplýsingar voru ekki fyrir hendi. Það er því ekki að ástæðulausu að fjöldi landa hefur innlimað í löggjöf sína ákvæði um varnir og aðgerðir gegn ágengum tegundum og varkárni við innflutning framandi lífvera. Á Íslandi eru kanínur flokkaðar sem mögulega ágeng tegund. Erlendis hafa þær valdið gríðarlegu tjóni bæði í vistkerfum og landbúnaði, sérstaklega í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þær eru álitnar vera meðal 100 verstu ágengu tegunda heims. Ef litið er til nágrannalanda okkar eru þær ágengar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Til að svara spurningunni sem lagt var upp með: Já, það var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum. Ég gerði mistök. Þótt ósennilegt sé að þessi tiltekna kanína hafi valdið miklu tjóni ein og sér, er ljóst að ef villtum kanínum fjölgar hér á landi gætu þær valdið tjóni á gróðri, í fuglavarpi (sbr. dæmi frá Vestmannaeyjum, þar sem kanínur tóku yfir lundaholur) og í landbúnaði. Þá er líklegt að stærri kanínustofn orsaki fjölgun refa og minka en minkur er ágeng framandi tegund á Íslandi. Þar fyrir utan drapst aumingja kanínan mín sennilega úr kulda eða hungri og hlaut því leiðinlegan dauðdaga. Þrátt fyrir að kanínur valdi ekki miklu tjóni á Íslandi í dag eru þær gott dæmi um hvernig framandi tegund sem virðist vera meinlaus, getur snúist upp í andhverfu sína. Hafa ber í huga að þótt langflestar framandi tegundir hafi lítil áhrif á vistkerfi, leynast svartir sauðir inn á milli sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að fara varlega í innflutning og dreifingu framandi tegunda. Af þessum ástæðum fagna ég því að nú stendur yfir endurskoðun íslenskrar löggjafar m.t.t. framandi lífvera, en tek fram að ég hef ekki horn í síðu framandi tegunda sem ekki verða ágengar, enda hýsi ég sjálf tugi þeirra í garðinum mínum og nýt títt útiveru í ræktuðum skógum. Ég væri hins vegar fljót að fjarlægja plöntu úr garði mínum, hversu falleg sem hún væri, ef í ljós kæmi að hún dreifði sér út í náttúruna og ylli þar skaða. Ítarefni má finna í tveim greinum höfundar um framandi og ágengar tegundir í tölublöðum Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags, árgangi 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Einn fallegan sumardag fyrir um það bil tuttugu og fimm árum veitti ég kanínunni minni, henni Mjallhvíti, frelsi við rætur Esjunnar. Mér þótti vænt um kanínuna en heimilisaðstæður höfðu breyst svo ég varð að losa mig við hana. Þetta virtist vera upplögð lausn þar sem enginn vildi taka við henni og aflífun kom ekki til greina í mínum huga. Þarna átti hún að geta notið lífsins í guðsgrænni náttúrunni. Ég vissi ekki betur. Ég var þrettán ára. Í dag er ég margs vísari. Ég veit til dæmis að miklar breytingar hafa orðið á jörðinni okkar. Maðurinn hefur með athöfnum sínum valdið því að tegundir deyja nú út 100-10.000 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist. Mögulega tapast þúsundir tegunda á heimsvísu á ári hverju en flestar þeirra eru okkur enn ókunnar. Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa metið stöðu rúmlega 1,7 milljóna tegunda en af þeim voru 20% hryggdýra, 30% hryggleysingja, 68% plantna og 50% sveppa og þörunga í hættu árið 2010. Ef maðurinn heldur uppteknum hætti stefnum við hratt inn í eina af mestu útdauðahrinum jarðsögunnar. Ábyrgðin er okkar. En hvernig tengist þetta kanínunni minni? Kanínur eru framandi tegund á Íslandi, þ.e. tegund sem maðurinn hefur flutt inn á svæði sem er utan hennar náttúrulega útbreiðslusvæðis. Þetta atriði eitt og sér væri kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni. Umhverfislegt tjón getur til dæmis orðið þegar ágeng tegund á í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru, nýtir þær til fæðu eða veldur truflunum á náttúrulegum ferlum innan vistkerfa. Afleiðingarnar geta verið útrýming einnar eða fleiri tegunda eða veruleg fækkun í stofnum þeirra. Efnahagslegt tjón getur orðið vegna skemmda á uppskeru eða mannvirkjum, vegna sjúkdóma eða vegna neikvæðra áhrifa á nytjastofna. Í dag eru ágengar lífverur álitnar vera meðal mestu ógna við náttúruleg vistkerfi. Með greiningum á válistum mismunandi landa, þ.e. listum yfir tegundir í hættu, hefur komið í ljós að verulegur hluti tegunda (allt að 80%) sé þar vegna áhrifa frá ágengum framandi lífverum. Árið 2002 var áætlað að árlegt fjárhagslegt tjón í þeim löndum þar sem slíkt hafði verið metið næmi meira en 1,4 billjónum dollara (165.000.000.000.000 ISK) eða 110-faldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands árið 2009, og var þá ótalið fjárhagslegt tjón í löndum þar sem slíkar upplýsingar voru ekki fyrir hendi. Það er því ekki að ástæðulausu að fjöldi landa hefur innlimað í löggjöf sína ákvæði um varnir og aðgerðir gegn ágengum tegundum og varkárni við innflutning framandi lífvera. Á Íslandi eru kanínur flokkaðar sem mögulega ágeng tegund. Erlendis hafa þær valdið gríðarlegu tjóni bæði í vistkerfum og landbúnaði, sérstaklega í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þær eru álitnar vera meðal 100 verstu ágengu tegunda heims. Ef litið er til nágrannalanda okkar eru þær ágengar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Til að svara spurningunni sem lagt var upp með: Já, það var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum. Ég gerði mistök. Þótt ósennilegt sé að þessi tiltekna kanína hafi valdið miklu tjóni ein og sér, er ljóst að ef villtum kanínum fjölgar hér á landi gætu þær valdið tjóni á gróðri, í fuglavarpi (sbr. dæmi frá Vestmannaeyjum, þar sem kanínur tóku yfir lundaholur) og í landbúnaði. Þá er líklegt að stærri kanínustofn orsaki fjölgun refa og minka en minkur er ágeng framandi tegund á Íslandi. Þar fyrir utan drapst aumingja kanínan mín sennilega úr kulda eða hungri og hlaut því leiðinlegan dauðdaga. Þrátt fyrir að kanínur valdi ekki miklu tjóni á Íslandi í dag eru þær gott dæmi um hvernig framandi tegund sem virðist vera meinlaus, getur snúist upp í andhverfu sína. Hafa ber í huga að þótt langflestar framandi tegundir hafi lítil áhrif á vistkerfi, leynast svartir sauðir inn á milli sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að fara varlega í innflutning og dreifingu framandi tegunda. Af þessum ástæðum fagna ég því að nú stendur yfir endurskoðun íslenskrar löggjafar m.t.t. framandi lífvera, en tek fram að ég hef ekki horn í síðu framandi tegunda sem ekki verða ágengar, enda hýsi ég sjálf tugi þeirra í garðinum mínum og nýt títt útiveru í ræktuðum skógum. Ég væri hins vegar fljót að fjarlægja plöntu úr garði mínum, hversu falleg sem hún væri, ef í ljós kæmi að hún dreifði sér út í náttúruna og ylli þar skaða. Ítarefni má finna í tveim greinum höfundar um framandi og ágengar tegundir í tölublöðum Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags, árgangi 2010.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun