Vantar þrjú þúsund iðnaðarmenn á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2015 19:56 Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira