Sport

Vann tvenn gullverðlaun og drekkur frítt næsta árið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýsjálenski spretthlauparinn Liam Malone, sem vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra, fékk höfðinglegar móttökur þegar hann sneri aftur heim frá Ríó.

Ekki nóg með það heldur tilkynnti bar einn í Auckland að Malone drykki frítt hjá honum næsta árið. Vinsældir hans verða því eflaust meiri en nokkru sinni.

Malone varð sem áður sagði hlutskarpastur í 200 metra hlaupi aflimaðra í flokki T44 í Ríó. Hann kom í mark á 21,06 sekúndum og bætti Ólympíumótsmet Suður-Ameríkumannsins Oscars Pistorius um 24 sekúndubrot.

Malone vann einnig til gullverðlauna í 400 metra hlaupi og tók silfur í 100 metra hlaupi.

Báða fæturna vantar á Malone en samlandar hans söfnuðu fé til að kaupa gervilimi handa honum.


Tengdar fréttir

Bætti met morðingjans

Nýsjálenskur spretthlaupari vann gull í 200 metra hlaupi aflimaðra og bætti Ólympíumótsmet Oscars Pistorius.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×