FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Van Gaal reiđur viđ fjölmiđla

 
Enski boltinn
07:45 29. JANÚAR 2016
Louis van Gaal er ekki sáttur.
Louis van Gaal er ekki sáttur. VÍSIR/GETTY

Eftir tap Man. Utd gegn Southampton um síðustu helgi fór sú saga á kreik að Louis van Gaal hefði boðist til þess að hætta sem stjóri Man. Utd.

Þessi saga var ósönn og hún fór virkilega í taugarnar á hollenska stjóranum.

„Ég hef aldrei minnst á það við neinn að hætta. Þið búið til ykkar sögur og svo þarf ég að svara þeim. Ég er hættur því,“ sagði Van Gaal við breska fjölmiðla og var reiður.

„Mér finnst það vera hræðilegt hvernig þið getið skrifað svona sögur sem ég þarf síðan að svara. Fólk trúir þessum sögum og ég hef áhyggjur af því. Ég þarf að svara fullt af símtölum út af svona sögum. En allt í lagi. Svona er heimurinn. Þið getið víst skrifað það sem þið viljið og þurfið ekki að hafa áhyggjur af neinu.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Van Gaal reiđur viđ fjölmiđla
Fara efst