Enski boltinn

Van Gaal: Var konungurinn fyrir tveimur vikum en djöfullinn í dag

Van Gaal og Rojo.
Van Gaal og Rojo. Vísir/Getty
Louis Van Gaal er óánægður með viðbrögð fjölmiðla við tapi gegn Swansea um síðustu helgi. Liðið fór taplaust í gegnum undirbúningstímabilið en tapaði fyrsta leik tímabilsins á heimavelli nokkuð óvænt.

Van Gaal og lærisveinar hans mæta Sunderland á útivelli á sunnudaginn og Van Gaal vonast eftir jákvæðum úrslitum.

„Fyrir tveimur vikum var ég kallaður konungurinn í Manchester en núna er ég djöfullinn í borginni. Fjölmiðlarnir kynda undir þessar hugsanir en ég er vanur þessu,“ sagði Van Gaal sem segir að það muni taka tíma að láta liðið spila eftir hugmyndum sínum.

„Ég held að stuðningsmenn Manchester United sjái í gegnum þetta. Þeir vita að ég sagði í Bandaríkjunum að það tæki þrjá mánuði að koma fram mínum áherslum á liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×