Enski boltinn

Van Gaal: Tímabilið vonbrigði hjá Di Maria

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að tímabilið hjá Angel di Maria séu mikil vonbrigði; vonbrigði fyrir sig og eiinnig fyrir Argentínumanninn sjálfan.

„Hann getur ekki sagt að hann hafi átt stórkostlegt tímabil hér. Eðlilega hefði Di Maria spilað alla leiki, en á síðustu vikum hefur hann ekki verið að spila og við verið að vinna."

„Nú erum við að tapa svo tækifæri hans á að koma til baka eru meiri. Þetta er alltaf þannig. Það atriði að hann sé ekki alltaf í byrjunarliðinu eru vonbrigði, en einnig vonbrigði fyrir mig."

Þessi fyrrum stjóri Barcelona segir að það sé ekki 100% að Di Maria spili betur á næsta leiktíð, en hann vonar það þó. En spilar Heimsmeistaramótið í sumar inní?

„Þú getur ekki alltaf sagt að það sé aðalatriðið. Auðvitað spilar það rullu og ég vona að það sé það, því við getum átt frábært næsta tímabil."

Van Gaal segist þó ekki hafa nein plön um að selja Di Maria þegar sumarglugginn opnar í sumar.

„Ég held að hann verði áfram. Hann er að leggja mikið á sig og ég er ánægður með viðmót hans, svo það er ekki vandamál," sagði Hollendingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×