Enski boltinn

Van Gaal: Januzaj er í samkeppni við góða leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adnan Januzaj kemur inn af bekknum í byrjun leiktíðar.
Adnan Januzaj kemur inn af bekknum í byrjun leiktíðar. vísir/getty
Adnan Januzaj var oft á tíðum ljósið í myrkrinu hjá Manchester United á síðasta tímabili og fékk hann treyju númer ellefu í sumar, en henni klæddist Ryan Giggs í tæpa þrjá áratugi.

Louis van Gaal hefur ekki enn látið Januzaj byrja leik í úrvalsdeildinni, en hann hefur komið inn á af bekknum í öllum fjórum leikjunum til þessa.

Belginn ungi er nú sagður íhuga stöðu sína hjá félaginu vegna fárra tækifæra og var knattspyrnustjórinn spurður út í það á blaðamannafundi í dag.

„Hann er í samkeppni við mjög góða leikmenn. Þess vegna er hann ekki í liðinu. Það er ekki hægt að byrja leikinn með fimmtán leikmenn - bara ellefu,“ svaraði Hollendingurinn.

Manchester United heimsækir nýliða Leicester í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×