SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:16

Ruddist inn í íbúđ sem hann taldi sig búa í

FRÉTTIR

Valencia missteig stig gegn fallbaráttuliđi

 
Körfubolti
13:14 20. MARS 2016
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu, en hann er á mála hjá Valencia.
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu, en hann er á mála hjá Valencia. VÍSIR/VALLI
Anton Ingi Leifsson skrifar

Jón Arnar Stefánsson og félagar í Valencia misstigu sig hrikalega í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir töpuðu fyrir næst neðsta liði deildarinnar, Estudiantes, á heimavelli, 68-62.

Estudiantes byrjaði af miklum krafti og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku heimamenn í Valencia við sér og jöfnuðu fyrir hlé, 37-37.

Gestirnir í Esudiantes byrjuðu síðari hálfleikinn vel og unnu þriðja leikhlutann með sex stigum og dramatíkin var mikil á lokamínútum leiksins.

Þegar tvær mínútur voru eftir minnkuðu heimamenn muninn í eitt stig, 61-62. Nær komust þeir ekki og botnbaráttuliðið með frábæran sigur, 68-62.

Jón Arnór skoraði sex stig á þeim tæpum nítján mínútum sem hann spilaði, en einnig gaf hann eina stoðsendingu fyrir Valencia sem heldur öðru sætinu í kjölfar tap Real Madrid gegn Iberostar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Valencia missteig stig gegn fallbaráttuliđi
Fara efst