LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ NÝJAST 15:30

Í beinni: Wales - Norđur-Írland | Enn ein bomban frá Bale?

SPORT

Valencia missteig stig gegn fallbaráttuliđi

 
Körfubolti
13:14 20. MARS 2016
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu, en hann er á mála hjá Valencia.
Jón Arnór í leik međ íslenska landsliđinu, en hann er á mála hjá Valencia. VÍSIR/VALLI
Anton Ingi Leifsson skrifar

Jón Arnar Stefánsson og félagar í Valencia misstigu sig hrikalega í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir töpuðu fyrir næst neðsta liði deildarinnar, Estudiantes, á heimavelli, 68-62.

Estudiantes byrjaði af miklum krafti og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku heimamenn í Valencia við sér og jöfnuðu fyrir hlé, 37-37.

Gestirnir í Esudiantes byrjuðu síðari hálfleikinn vel og unnu þriðja leikhlutann með sex stigum og dramatíkin var mikil á lokamínútum leiksins.

Þegar tvær mínútur voru eftir minnkuðu heimamenn muninn í eitt stig, 61-62. Nær komust þeir ekki og botnbaráttuliðið með frábæran sigur, 68-62.

Jón Arnór skoraði sex stig á þeim tæpum nítján mínútum sem hann spilaði, en einnig gaf hann eina stoðsendingu fyrir Valencia sem heldur öðru sætinu í kjölfar tap Real Madrid gegn Iberostar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Valencia missteig stig gegn fallbaráttuliđi
Fara efst