FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ NÝJAST 16:19

Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí

LÍFIĐ

Vaka sigrađi í kosningum til Stúdentaráđs

 
Innlent
23:45 04. FEBRÚAR 2016
Vaka, félag lýđrćđissinnađra stúdenta, bar sigurorđ af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnađra stúdenta, í kosningum til stúdentaráđs Háskóla Íslands í ár
Vaka, félag lýđrćđissinnađra stúdenta, bar sigurorđ af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnađra stúdenta, í kosningum til stúdentaráđs Háskóla Íslands í ár

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigurorð af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gær. 

Eftir að niðurstöður voru tilkynntar kom í ljós að Vaka hafði hlotið 17 sæti en Röskva 10 sæti. 27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ. Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð.

Einn nemandi, Gierde Razgute, bauð sig fram sem einstakling en hún hlaut ekki kosningu.

14.031 voru á kjör­skrá og var kjörsókn 41,57%. Alls voru greidd 5.832 atkvæði.

Vaka heldur því meirihluta sínum í Stúdentaráði en í kosningum til Stúdentaráðs á síðasta ári hlaut Vaka einnig 17 sæti og Röskva 10.

Úrslitin á sviðunum fimm var sem hér segir:

Félagsvísindasvið - Kjörsókn 40%
Röskva 2 sæti af 7
Vaka 5 sæti af 7

Heilbrigðisvísindasvið - Kjörsókn 52,5%
Röskva 2 sæti af 5
Vaka 3 sæti af 5

Hugvísindasvið - Kjörsókn 35%
Röskva 3 sæti af 5
Vaka 2 sæti af 5

Menntavísindasvið - Kjörsókn 34%
Röskva 1 sæti af 5
Vaka 4 sæti af 5

Verk- og náttúruvísindasvið - Kjórsókn 52%
Röskva 2 sæti af 5
Vaka 3 sæti af 5


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vaka sigrađi í kosningum til Stúdentaráđs
Fara efst