FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Vaka sigrađi í kosningum til Stúdentaráđs

 
Innlent
23:45 04. FEBRÚAR 2016
Vaka, félag lýđrćđissinnađra stúdenta, bar sigurorđ af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnađra stúdenta, í kosningum til stúdentaráđs Háskóla Íslands í ár
Vaka, félag lýđrćđissinnađra stúdenta, bar sigurorđ af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnađra stúdenta, í kosningum til stúdentaráđs Háskóla Íslands í ár

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigurorð af Röskvu, samtökum félagshyggjusinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gær. 

Eftir að niðurstöður voru tilkynntar kom í ljós að Vaka hafði hlotið 17 sæti en Röskva 10 sæti. 27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ. Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð.

Einn nemandi, Gierde Razgute, bauð sig fram sem einstakling en hún hlaut ekki kosningu.

14.031 voru á kjör­skrá og var kjörsókn 41,57%. Alls voru greidd 5.832 atkvæði.

Vaka heldur því meirihluta sínum í Stúdentaráði en í kosningum til Stúdentaráðs á síðasta ári hlaut Vaka einnig 17 sæti og Röskva 10.

Úrslitin á sviðunum fimm var sem hér segir:

Félagsvísindasvið - Kjörsókn 40%
Röskva 2 sæti af 7
Vaka 5 sæti af 7

Heilbrigðisvísindasvið - Kjörsókn 52,5%
Röskva 2 sæti af 5
Vaka 3 sæti af 5

Hugvísindasvið - Kjörsókn 35%
Röskva 3 sæti af 5
Vaka 2 sæti af 5

Menntavísindasvið - Kjörsókn 34%
Röskva 1 sæti af 5
Vaka 4 sæti af 5

Verk- og náttúruvísindasvið - Kjórsókn 52%
Röskva 2 sæti af 5
Vaka 3 sæti af 5


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vaka sigrađi í kosningum til Stúdentaráđs
Fara efst