Vafasamt meginmarkmið Gestur Guðmundsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 Fyrir fáum dögum gaf menntamálaráðuneytið út Hvítbók um umbætur um menntun, þar sem áhersla er lögð á tvö meginmarkmið – að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, í stað 79% nú, og að 60% ljúki framhaldsskólanámi á tilsettum tíma í stað 44% nú. Ég vil gera athugasemdir við síðara atriðið. Ofangreint markmið miðast við 4 ár sem „tilsettan tíma“ í framhaldsskólanámi, en það er ekki réttmætt um allt framhaldsskólanám. Sá þriðjungur sem hafið hefur nám á almennri braut, hefur ekki haft tilskilinn undirbúning heldur varið minnst einu framhaldsskólaári í nám sem ekki er metið til framhaldsskólaprófs. Því nemur eðlileg námslengd þeirra réttilega 5 árum, og yfir 50% árgangs ljúka framhaldsskólanámi á tilsettum tíma.Vinna meira með námi Íslensk ungmenni vinna meira með námi en jafnaldrar í öðrum Evrópulöndum. Um 40% framhaldsskólanema hafa unnið meira en 12 tíma á viku með náminu og margir þeirra dregið talsvert úr námshraða. Þegar íslensk ungmenni verða tvítug hafa þau líklega að meðaltali unnið samanlagt milli eitt og tvö ársverk á almennum vinnumarkaði, og því er það ekki undarlegt að algengasti aldur við lok framhaldsskólaprófs á Íslandi er 20 ár, en almennt 19 ár hjá þjóðum með líkt skólakerfi. Vinna með námi og brotthvarf tengist ekki síst velferðarstefnu íslenskra stjórnvalda. Foreldrar njóta nú nokkurs stuðnings við framfærslu barna sinna fram að átján ára aldri, en frá 18 ára aldri og allt þar til ungmennið hefur nám á háskólastigi er það á „einskis manns landi“. Þá nýtur hvorki ungmennið né foreldrar þess framfærslustuðnings hins opinbera (einungis óverulegs skattaafsláttar), og ungmennum er einnig gert að borga sjálf kennslubækur sínar. Í hvítbókinni er sagt, að í Danmörku taki menntaskólanám þrjú ár en fjögur ár á Íslandi. Í þessum samanburði gleymist að Danir hleypa ungmennum ekki inn í framhaldsskóla fyrr en þau eru tilbúin til þess. Í fyrsta lagi þykir það ekki tiltökumál í Danmörku að seinka börnum í barnaskóla þannig að um fimmtungur lýkur grunnskóla 17 ára eða eldri. Í öðru lagi fer einungis um helmingur Dana beint úr grunnskóla í framhaldsskóla en hinn helmingurinn fer minnst eitt ár í framhaldsdeild grunnskóla eða á lýðháskóla til að undirbúa sig betur fyrir framhaldsskólann. Af þessu leiðir samanlagt að við útskrift úr dönskum framhaldsskólum er einungis um þriðjungur 19 ára en flestir 20 ára eða eldri. Þá veita Danir námsstyrki framhaldsskólanemum sem orðnir eru 18 ára, enda vinna þeir sjaldan meira en 10 tíma á viku.Markmið ekki bundin við aldurEðlilegt meginmarkmið fyrir íslensk ungmenni er að skólar, atvinnulíf og samfélagið allt veiti öllum ungmennum menntun, starfsreynslu og tækifæri til að taka fullan þátt í íslensku atvinnulífi. Eðlilegt er að gera slíkt meginmarkmið áþreifanlegra með markmiðum um hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi sem er metið af atvinnulífi og háskólum. En það er engan veginn rétt að binda slíkt markmið við tiltekinn aldur heldur eigum við að viðurkenna að sumir þurfa lengri tíma, að sum ungmenni þurfa að afla meira til eigin framfærslu en önnur og að sumum ungmennum hentar það betur að taka styttri og lengri hlé frá framhaldsskólanámi en að ljúka því í einum rykk. Við eigum að fagna þeirri sérstöðu íslensks samfélags að veita betri tækifæri en flest eða öll önnur samfélög til að ljúka framhaldsskólanámi fram eftir aldri.Réttast að taka hlé frá námiÁ bak við stefnumiðið um „fleiri námslok á tilsettum tíma“ búa vissulega réttmætar áhyggjur af þeim fjölmörgu íslensku framhaldsskólanemum sem „finna sig ekki“ í náminu, og hvítbókin tekur réttilega undir ábendingar um aðgerðir sem greina slíkan vanda snemma og taka á honum. En oft eru réttustu aðgerðirnar að nemendur taki sér hlé frá námi og endurheimti áhuga og námshvata við annað en venjulegt framhaldsskólanám. Í Danmörku fara slíkir nemendur oft í lýðháskóla eða í fjölsmiðjur í eitt ár, en á Íslandi hafa þeir betri tækifæri en annars staðar til að fara í gegnum þroskandi ferli á vinnumarkaði á táningsaldri. Mikil atvinnuþátttaka íslenskra ungmenna felur þannig í sér jákvæða þætti, en hin neikvæða hlið hennar er fyrst og fremst sú að mörg ungmenni eru knúin til mikillar vinnu vegna takmarkaðra fjárráða á heimili og lítils stuðnings hins opinbera. Í stað þess að hoppa á einum fæti til framtíðar með fleiri námslok á tilsettum tíma að leiðarljósi, ættum við að nota hinn fótinn líka og nýta enn betur samspilið á milli atvinnulífs, sem býður ungu fólki tækifæri, og vilja fólksins til að snúa aftur í nám. Og ef við viljum halda ungu fólki betur að námi á táningsárunum þurfum við meðal annars að íhuga þá lausn að veita framhaldsskólanemendum, sem orðnir eru 18 ára, námsstyrki að uppfylltri eðlilegri námsframvindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum gaf menntamálaráðuneytið út Hvítbók um umbætur um menntun, þar sem áhersla er lögð á tvö meginmarkmið – að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, í stað 79% nú, og að 60% ljúki framhaldsskólanámi á tilsettum tíma í stað 44% nú. Ég vil gera athugasemdir við síðara atriðið. Ofangreint markmið miðast við 4 ár sem „tilsettan tíma“ í framhaldsskólanámi, en það er ekki réttmætt um allt framhaldsskólanám. Sá þriðjungur sem hafið hefur nám á almennri braut, hefur ekki haft tilskilinn undirbúning heldur varið minnst einu framhaldsskólaári í nám sem ekki er metið til framhaldsskólaprófs. Því nemur eðlileg námslengd þeirra réttilega 5 árum, og yfir 50% árgangs ljúka framhaldsskólanámi á tilsettum tíma.Vinna meira með námi Íslensk ungmenni vinna meira með námi en jafnaldrar í öðrum Evrópulöndum. Um 40% framhaldsskólanema hafa unnið meira en 12 tíma á viku með náminu og margir þeirra dregið talsvert úr námshraða. Þegar íslensk ungmenni verða tvítug hafa þau líklega að meðaltali unnið samanlagt milli eitt og tvö ársverk á almennum vinnumarkaði, og því er það ekki undarlegt að algengasti aldur við lok framhaldsskólaprófs á Íslandi er 20 ár, en almennt 19 ár hjá þjóðum með líkt skólakerfi. Vinna með námi og brotthvarf tengist ekki síst velferðarstefnu íslenskra stjórnvalda. Foreldrar njóta nú nokkurs stuðnings við framfærslu barna sinna fram að átján ára aldri, en frá 18 ára aldri og allt þar til ungmennið hefur nám á háskólastigi er það á „einskis manns landi“. Þá nýtur hvorki ungmennið né foreldrar þess framfærslustuðnings hins opinbera (einungis óverulegs skattaafsláttar), og ungmennum er einnig gert að borga sjálf kennslubækur sínar. Í hvítbókinni er sagt, að í Danmörku taki menntaskólanám þrjú ár en fjögur ár á Íslandi. Í þessum samanburði gleymist að Danir hleypa ungmennum ekki inn í framhaldsskóla fyrr en þau eru tilbúin til þess. Í fyrsta lagi þykir það ekki tiltökumál í Danmörku að seinka börnum í barnaskóla þannig að um fimmtungur lýkur grunnskóla 17 ára eða eldri. Í öðru lagi fer einungis um helmingur Dana beint úr grunnskóla í framhaldsskóla en hinn helmingurinn fer minnst eitt ár í framhaldsdeild grunnskóla eða á lýðháskóla til að undirbúa sig betur fyrir framhaldsskólann. Af þessu leiðir samanlagt að við útskrift úr dönskum framhaldsskólum er einungis um þriðjungur 19 ára en flestir 20 ára eða eldri. Þá veita Danir námsstyrki framhaldsskólanemum sem orðnir eru 18 ára, enda vinna þeir sjaldan meira en 10 tíma á viku.Markmið ekki bundin við aldurEðlilegt meginmarkmið fyrir íslensk ungmenni er að skólar, atvinnulíf og samfélagið allt veiti öllum ungmennum menntun, starfsreynslu og tækifæri til að taka fullan þátt í íslensku atvinnulífi. Eðlilegt er að gera slíkt meginmarkmið áþreifanlegra með markmiðum um hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi sem er metið af atvinnulífi og háskólum. En það er engan veginn rétt að binda slíkt markmið við tiltekinn aldur heldur eigum við að viðurkenna að sumir þurfa lengri tíma, að sum ungmenni þurfa að afla meira til eigin framfærslu en önnur og að sumum ungmennum hentar það betur að taka styttri og lengri hlé frá framhaldsskólanámi en að ljúka því í einum rykk. Við eigum að fagna þeirri sérstöðu íslensks samfélags að veita betri tækifæri en flest eða öll önnur samfélög til að ljúka framhaldsskólanámi fram eftir aldri.Réttast að taka hlé frá námiÁ bak við stefnumiðið um „fleiri námslok á tilsettum tíma“ búa vissulega réttmætar áhyggjur af þeim fjölmörgu íslensku framhaldsskólanemum sem „finna sig ekki“ í náminu, og hvítbókin tekur réttilega undir ábendingar um aðgerðir sem greina slíkan vanda snemma og taka á honum. En oft eru réttustu aðgerðirnar að nemendur taki sér hlé frá námi og endurheimti áhuga og námshvata við annað en venjulegt framhaldsskólanám. Í Danmörku fara slíkir nemendur oft í lýðháskóla eða í fjölsmiðjur í eitt ár, en á Íslandi hafa þeir betri tækifæri en annars staðar til að fara í gegnum þroskandi ferli á vinnumarkaði á táningsaldri. Mikil atvinnuþátttaka íslenskra ungmenna felur þannig í sér jákvæða þætti, en hin neikvæða hlið hennar er fyrst og fremst sú að mörg ungmenni eru knúin til mikillar vinnu vegna takmarkaðra fjárráða á heimili og lítils stuðnings hins opinbera. Í stað þess að hoppa á einum fæti til framtíðar með fleiri námslok á tilsettum tíma að leiðarljósi, ættum við að nota hinn fótinn líka og nýta enn betur samspilið á milli atvinnulífs, sem býður ungu fólki tækifæri, og vilja fólksins til að snúa aftur í nám. Og ef við viljum halda ungu fólki betur að námi á táningsárunum þurfum við meðal annars að íhuga þá lausn að veita framhaldsskólanemendum, sem orðnir eru 18 ára, námsstyrki að uppfylltri eðlilegri námsframvindu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun