Innlent

Vaðandi makríll í höfninni í Rifi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þröstur Albertsson
Mikið líf var í höfninni í Rifi í dag, þar sem makríl óð um. Ljósmyndarinn Þröstur Albertsson, tók meðfylgjandi myndbönd í höfninni í dag, en hann segir makríl hafa hoppað á þurrt land.

Þann fimmta september síðastliðinn, stöðvaði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, makrílveiðar smábáta. Síðan þá hefur hvert svæðisfélag smábátaeigenda á fætur öðru skorað á ráðherra að leyfa veiðarnar aftur, þar sem svo mikið magn af makríl sé enn í íslenskri lögsögu og að veiðarnar skapi mikla vinnu.

Sigurður Ingi sagði þó í Morgunblaðinu fyrir helgi að stjórn fiskveiða byggi ekki á hentistefnu. Þó skildi hann rök smábátasjómanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×