Innlent

Útvegsbændur: Kvótafrumvarpið kostar eyjamenn 150 störf

Aflaheimildir 14 sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum verða skertar um samtals 15.500 þorskígildi á fimmtán árum, þar af um 7.500 þorskígildi á strax fyrsta árinu, ef Alþingi samþykkir frumvörp ríkisstjórnarinnar um afnám núverandi skipulags í sjávarútvegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fréttatilkynning frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja sem þeir sendu frá sér í dag.

Í tilkynningunni kemur fram að þetta sé niðurstaða útreikninga sem miðast við 600.000 þorskígildi, meðaltal aflaheimilda þessara sömu fyrirtækja í tvo áratugi.

Útvegsbændafélagið vill því meina að ríkisstjórnin boði stórfellda skerðingu sem svarar til 150 starfa við veiðar og vinnslu í Vestmannaeyjum verði frumvarpið samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×