Útspil HB Granda heppnaðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á Skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00