Erlent

Útskrifast fyrr ef birtu nýtur á sjúkrastofunni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Einstaklingar veikjast síður aftur af þunglyndi ef þeir sofa vel og njóta góðrar dagsbirtu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Einstaklingar veikjast síður aftur af þunglyndi ef þeir sofa vel og njóta góðrar dagsbirtu. NORDICPHOTOS/GETTY
Þunglyndissjúklingar sem liggja á sjúkrastofum sem hleypa inn mikilli dagsbirtu útskrifast að meðaltali 30 dögum fyrr en þeir sem liggja á sjúkrastofum sem ekki eru jafn bjartar. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla.

Rannsakað var hvernig 67 þunglyndissjúklingar á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn brugðust við dagsbirtu en á sjúkrastofum með glugga í suðaustur var dagsbirtan 20 sinnum meiri en á stofum sem voru með glugga í norðvestur.

Tuttugu og níu sjúklinganna sem nutu mikillar dagsbirtu útskrifuðust að meðaltali eftir 29 daga. Það var 30 dögum fyrr en hinir sjúklingarnir sem útskrifuðust að meðaltali eftir 59 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×