Útópísk einstefna Gunnar Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2015 07:00 Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun