Erlent

Útlenskir lögbrjótar útlægir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Cristina Fernandez Argentínuforseti sést hér fyrir miðju.
Cristina Fernandez Argentínuforseti sést hér fyrir miðju. Fréttablaðið/AP
Efri deild Argentínuþings hefur samþykkt frumvarp sem heimilar að erlendum lögbrjótum verði vísað úr landi.

Búist er við að frumvarpið, sem nýtur stuðnings forseta landsins, Cristinu Fernandez, verði líka samþykkt í neðri deild þingsins og verði þar með að lögum.

Fernandez hefur sagt að þeim útlendingum sem komi til landsins með lögbrot í huga hafi fjölgað.

Samkvæmt frumvarpinu verður hægt að vísa útlendingum sem uppvísir verða að lögbrotum umsvifalaust úr landi og meina þeim að koma aftur í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×