Útilokar ekki málamiðlun í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2014 13:06 Formaður utanríkismálanefndar segir að tillögur stjórnarandstöðunnar í ESB málinu fái þinglega meðferð eins og tillaga utanríkisráðherra. Menn séu full fljótir að draga ályktanir um að samkomulag takist ekki. vísir/stefán Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Birgir Ármannsson formaður utanríkisnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, taki breytingum í meðförum enfndarinnar. Hann segir orðalag kosningaloforðs flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu hafa verið óheppilegt. Þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka var tekin á dagskrá Alþingis í gær. Af umræðunni um skýrslu Hagfræðistofnunar um sambandið að dæma, eru stjórnarflokkarnir gallharðir í afstöðu sinni og ekki útlit fyrir að þeir ætli að taka tillit til málamiðlunartillagna stjórnarandstöðunnar, mótmæla á Austurvelli og fjölda undirskrifta á Netinu. Birgir Ármannsson sagði hins vegar í Íslandi í dag í gærkvöldi að menn væru fullfljótir að draga ályktanir í þeim efnum. „Staðan er einfaldlega sú að nú er þingleg meðferð þessarar tillögu að hefjast. Það er líka boðað að það verði fjallað um aðrar tillögur um aðrar þær tillögur sem komið hafa fram í þinginu um málsmeðferð,“ segir Birgir.Þannig að þú ert að segja að það sé ekki útilokað að hægt sé að ná einhverju samkomulagi eða breytingum? „Menn segja aldrei í upphafi ferils að ekki verði um neinar samningaviðræður að ræða,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Birgir viðurkennir að erfitt hafi verið að svara fyrir afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eftir kosningaloforð formanns flokksins og annarra forystumanna í þeim efnum. Sjálfur hafi hann verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að halda viðræðunum áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir forystumenn sem vitnað er til orðuðu hlutina með öðrum hætti og ég hef sagt það í viðtölum að mér hafi þótt það óheppilegt,“ segir Birgir.Eru þau óheppileg, kosningaloforðin? „Orðalagið, kann að vera, bætir Birgir við. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra er einn þeirra sem hefur gagnrýnt núverandi formann og forystu flokksins harðlega fyrir að ætla ekki að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.Það hlýtur að svíða undan því? „Já, já vissulega. Mér finnst hann nota allt of stór orð og mér finnst hann hafa tekið allt of djúpt í árinni og ég er ekki sáttur við það,“ segir Birgir. Auðvitað svíði undan orðum Þorsteins sem fyrrverandi formanns þar sem Þorsteinn eigi sér langa sögu. „Og það er auðvitað ekkert þægilegt,“ sagði Birgir Ármannsson í Íslandi í dag í gærkvöldi.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira