Innlent

Útiloka tilbúnar náttúrulaugar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gvendarlaug í Bjarnarfirði er náttúrulaug.
Gvendarlaug í Bjarnarfirði er náttúrulaug.
Vinnuhópur Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um baðstaði í náttúrunni hefur kveðið upp úr um að ekki sé hægt að búa til svokallaða náttúrulaug.

„Bakkar hennar verða að vera mótaðir af náttúrunnar hendi, hins vegar má styrkja stoðir náttúrulaugar með hleðslu, steinum eða steypu. Vatnið má ekki vera meðhöndlað með sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Ekki er gert ráð fyrir því að ný náttúrulaug sé „búin til“ frá grunni,“ segir um niðurstöður vinnuhópsins sem jafnframt telur að upplýsa þurfi landeigendur um skyldur gagnvart gestum þar sem náttúrulaugar eru.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×