Innlent

Úthlutað úr Tónlistarsjóði: Þjóðlagahátíð á Siglufirði fær hæsta styrkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þjóðlagahátíð á Siglufirði.
Frá Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Mynd/þjóðlagasetur
Þjóðlagahátíð á Siglufirði hlaut hæsta styrkinn, eða 800 þúsund krónur, þegar úthlutað var út Tónlistarsjóði í annað sinn á árinu.

Í tilkynningu segir að alls hafi sjóðnum borist 136 umsóknir að heildarupphæð 105.721.730 krónur. „Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta styrkjum til 47 verkefna að þessu sinni, að upphæð alls 12.350.000 kr. Hæsti styrkurinn, 800.000 kr. er veittur til Þjóðlagahátíðar á Siglufirði.

Samkvæmt samþykktum fjárlögum árið 2015 hefur sjóðurinn 54.000.000 kr. til umráða. Í fyrri úthlutun var úthlutað alls 23.075.000 og þar við bættust árlegir fastir samningar að upphæð 15.000.000 kr.

Heildarupphæð Tónlistarsjóðs til úthlutunar fyrir árið 2015 er 50.425.000 kr.,“ segir í tilkynningunni.

Að neðan má sjá yfirlit yfir verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×