Erlent

Útgönguspár benda til þess að breytingar á ítölsku stjórnarskránni verði felldar

Anton Egilsson skrifar
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér verði breytingar á stjórnarskránni ekki samþykktar.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér verði breytingar á stjórnarskránni ekki samþykktar. Vísir/EPA
Útgönguspár benda til þess að tillögur um breytingar á stjórnarskrá Ítalíu sem kosið var um í dag verði felldar. Samkvæmt útgönguspá sjónvarpsstöðvarinnar RAI á Ítalíu kusu á bilinu 54-58 prósent kjósenda gegn breytingunum. BBC greinir frá.

Sjá: Ítalir kjósa um stjórnarskrárbreytingu

Stjórnarskrárbreytingarnar snúast um að einfalda stjórnkerfið og styrkja völd stjórnarinnar í Róm á kostnað héraðanna.  Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu,  er stuðningsmaður breytinganna en hann hefur sagst ætla að segja af sér verði stjórnarskrárbreytingin felld.

Renzi hyggst ávarpa ítölsku þjóðina frá heimili sínu í Róm á miðnætti að staðartíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×