Innlent

Útgönguskatt má líta á sem eignaupptöku

Afnám fjármagnshaftanna er nú eitt stærsta viðfangsefni stjórnvalda og hefur Bjarni Benediktsson efnahags og fjármálaráherra sagst vilja taka fyrstu skrefin til að losa þau fyrir áramót. Finna þarf leið til að losa um krónueignir kröfuhafa og erlendra fjármagnseigenda í slitabúi bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka.

Nær að tala um eignarupptöku

Rætt hefur verið um svonefndan útgönguskatt sem gæti skilað ríkissjóði miklum fjárhæðum, jafnvel allt að 500  milljörðum samkvæmt umfjöllun Kjarnans nýlega um málið og þá yrði skatturinn tekjulind en ekki bara til að auka stöðugleika. Útfærslan á útgönguskatti er mikilvæg en hann er gagnlegur til að losa um snjóhengjuna svonefndu, segir Vala Valtýsdóttir sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Þó sé augljóslega  margt sem mæli gegn þessari leið nú. „Það er búið að leggja bankaskatt á þessu þrotabú, sem eru gömlu bankarnir og það verður gert líka þegar þau eru orðin þrotabú, þegar þau verða tekin til gjaldþrotaskipta. Nýjasta túlkun Ríkisskattstjóra er líka sú að það verður ennþá meira tæmt í búunum með enn meiri skattlagningu. Maður veit ekki alveg hvernig það fer en þetta nálgast eignarupptöku hafði maður haldið þegar búið er að leggja svona mikið á sama skattstofninn", sagði Vala í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. "Hvað verður eftir í þessum þrotabúum, hvað fá kröfuhafar?", spyr hún.„Ég er viss um að ef þetta sneri að Íslendingum þá myndu þeir ekki láta bjóða sér þetta".

Rætt í mörg ár

Ekkert frumvarp hefur veriðkynntþessa efnis en hugmyndin erþólangtífránýaf nálinni og lagði Lilja Mósesdóttir fyrrverandiþingmaður Vinstri Grænnaþessa leiðtil straxínóvember 2008 eftir hruniðÞessi leiðhefurþóaldrei veriðútilokiðog hefur Seðlabankinn hefur tekiðundir aðaðferðinæskilegásamtöðru. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefndiþessa leiðárið2011 um leiðtiláfnáms hafta. Vala telur jafnvel of seint aðfaraþessa leið. „Þetta hefði verið réttasta leiðin í byrjun í staðinn fyrir að setja þessi þrotabú undir sömu skattlagningu og fyrirtæki sem eru í atvinnurekstri", segir Vala. 

Neikvæðar afleiðingar

Aflei
ðingarnar gætu orðiðmjög neikvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf, segir Vala. „Hverjir vilja koma til íslands með atvinnurekstur eða fjárfesta á Íslandi ef þetta verður svo raunin. Ég held að það sé ekkert spennandi. Þetta yrði ekkert gott fyrir Ísland".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×