LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

Útgerđarforstjórar kvarta yfir gengi krónunnar

 
Viđskipti innlent
10:28 12. MARS 2014
Már Guđmundsson seđlabankastjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda.
Már Guđmundsson seđlabankastjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. VÍSIR/GVA

Forstjórar HB Granda og Þorbjörns, tveggja af stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjunum, telja að stjórnvöld og Seðlabankinn haldi uppi óeðlilega sterku gengi krónunnar, sem dragi úr tekjum þeirra í íslenskum krónum.

Þetta segja forstjórarnir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar, í viðtali við fréttastofu Bloomberg.

Bloomberg bendir á í umfjöllun sinni að evran kosti aðeins 155 krónur hérlendis en 239 krónur erlendis.

Eiríkur segir að gengi krónunnar sé falsað eftir að gjaldeyrishöft voru tekin upp á Íslandi árið 2008. „Við erum að nota gengi sem er óraunhæft og dregur úr tekjum okkar í íslenskum krónum,“ segir Eiríkur.

Vilhjálmur segist efins um núverandi gengi krónunnar. „Seðlabankinn hlýtur einnig að vera efins, þar sem hann er tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir evruna á uppboði en það verð sdm hún er skráð á opinberlega,“ segir Vilhjálmur í viðtalinu við Bloomberg.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Útgerđarforstjórar kvarta yfir gengi krónunnar
Fara efst