Innlent

Útför Birnu Brjánsdóttur fór fram frá Hallgrímskirkju í dag

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Útför Birnu Brjánsdóttur fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Fjölmenni var við útförina þar sem Birnu var minnst á fallegan hátt en meðal þeirra sem mættu voru forseti Íslands sem og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. 

Birna Brjánsdóttir var fædd þann 28. nóvember árið 1996 og lést þann 22. janúar síðastliðinn. Útför hennar var gerð frá Hallgrímskirkju klukkan þrjú í dag. Séra Vigfús Bjarni Albertsson þjónaði fyrir altari.  

Að lokinni athöfn var viðstöddum boðið að þiggja veitingar í Flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Rétt er að taka fram að fjölskylda Birnu bauð fjölmiðlum að vera viðstaddir athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×