Innlent

Utanríkisráðherra Litháens sæmdi Jón Baldvin orðu

Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin árþúsundsorðu landsins fyrir stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens árið 1991.
Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin árþúsundsorðu landsins fyrir stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens árið 1991.

Vygauda Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin Hannibalsson árþúsundsorðu Litháens í heimsókn sinni í síðustu viku.

Orðan var gerð í tilefni af því að þúsund ár eru frá því að Litháen varð fyrst sjálfstætt ríki, og verða nokkrir velunnarar þjóðarinnar sæmdir henni.

Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháens árið 1991 fyrst ríkja og Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra. Usackas kom til landsins til að lýsa yfir stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×