Út á sjó um Versló Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. ágúst 2016 09:00 Áslaug Arna virðist nokkuð reffileg á sjónum og sést hér með ónefndum kollega sínum og einu stykki makríl. Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira