Körfubolti

Urald King farinn norður á Sauðárkrók

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Urald King.
Urald King. Vísri/Andri Marinó
Bikarmeistarar Tindastóls hafa fengið bandaríska leikmanninn Urald King til liðs við sig fyrir næsta tímabil í Domino's deild karla.

Vísir hefur fengið staðfest að King muni leysa skarð Antonio Hester og Chris Davenport en hvorugur þeirra sé á leið aftur í Skagafjörðinn næsta haust.

King spilaði með nýliðum Vals síðasta vetur og var lykilmaður í því að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. Hann setti 22,9 stig að meðaltali í leik í vetur með 15 fráköstum og 3,1 stoðsendingu og var valinn besti varnarmaður deildarinnar af sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds í uppgjöri síðasta tímabils. 

Tindastóll náði í sinn fyrsta titil í sögu félagsins síðasta vetur þegar liðið varð bikarmeistari ásamt því að komast í úrslitaeinvígið í deildinni þar sem Stólarnir töpuðu 3-1 fyrir KR.


Tengdar fréttir

Ágúst: King og Bracey voru magnaðir

"Þetta var rosalega mikilvægur sigur. Þeir byrjuðu leikinn mikið betur en við en í öðrum leikhluta spiluðum við hörkuleik og það gaf okkur mikið,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×