Viðskipti innlent

Upptaka frá skattadegi Deloitte

Dagskráin hefst með ávarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann mun fjalla um þær skattabreytingar sem komu til framkvæmda um áramótin.
Dagskráin hefst með ávarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann mun fjalla um þær skattabreytingar sem komu til framkvæmda um áramótin.
Uppfært klukkan 10:30

Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá neðst í fréttinni.

Hinn árlegi skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins, verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í dag. Bein útsending verður frá fundinum á Vísi en hann hefst klukkan 8:30.

Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á þær skattabreytingar sem snerta skatta á heimili og fyrirtæki og niðurstöður greininga á skattheimtu.

Dagskráin hefst með ávarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann mun fjalla um þær skattabreytingar sem komu til framkvæmda um áramótin. 

Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte mun kynna nýjustu breytingarnar á tekjuskatti einstaklinga og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, mun fjalla um hver í raun er að greiða skatta hérlendis. 

Einnig  mun Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, fjalla um dulda skattheimtu og Pétur Steinn Guðmundsson hjá Deloitte fjallar um niðurstöður dómsmála sem snýr að sköttum einstaklinga og fyrirtækja sem kveðin hafa verið upp í Hæstarétti á síðustu 10 árum.

Dagskrá skattadagsins er á þessa leið:

·        Opnunarávarp

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

·        Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM?

Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

·        Hver borgar? - Skattar á Íslandi

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA

·        Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður?

Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte

·        Opinbert eftirlit: Dulin skattheimta?

Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

·        Fundarstjórn

Bala Kamallakharan, fjármálastjóri Guide to Iceland og stofnandi Startup Iceland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×