Enski boltinn

Upphitun: Fær stjóri Gylfa sparkið?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fimm leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Í fyrsta leik dagsins tekur Swansea City á móti sjóðheitum Liverpool-mönnum. Leikurinn hefst klukkan 11:30.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa aðeins unnið einn leik í vetur og knattspyrnustjóri liðsins, Francesco Guidolin, situr í ansi heitu sæti.

Klukkan 14:00 hefjast svo fjórir leikir.

Hull City tekur á móti Chelsea en bæði lið fengu skell í síðustu umferð. Hull hefur ekki tekist að vinna Chelsea í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

David Moyes bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem stjóri Sunderland en liðið fær West Brom í heimsókn á Ljósvang. Svörtu kettirnir sitja á botni deildarinnar en West Brom er með átta stig í 9. sætinu.

West Ham United er í frjálsu falli en fær tækifæri til að bæta ráð sitt gegn Middlesbrough á heimavelli. West Ham hefur tapað fimm af sex deildarleikjum sínum á tímabilinu og virðist ekki kunna neitt sérstaklega við sig á nýja heimavellinum, London Stadium, þar sem liðið hefur ekki enn unnið leik.

Þá fær Watford Bournemouth í heimsókn á Vicarage Road. Bæði lið eru með sjö stig.

Dagskrá Stöðvar 2 Sports:

11:20 Swansea - Liverpool (Sport)

13:50 Hull - Chelsea (Sport 2)

16:15 West Ham - Middlesbrough (Sport 4)

18:30 Watford - Bournemouth (Sport 3)

18:30 Sunderland - West Brom (Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×