Innlent

Uppbygging sálrænt betri en niðurrif

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Lóð MS er undirlögð af drasli.
Lóð MS er undirlögð af drasli. Vísir/Andri Marinó
Í fyrravetur hófust framkvæmdir við nýja byggingu á lóð Menntaskólans við Sund. Auka þurfti rými og bæta aðstæður nemenda, til að mynda mun byggingin hýsa nýtt mötuneyti.

Síðasta vetur var rifið niður, nú í vetur verður byggt upp og á byggingin að vera tilbúin næsta sumar. Sigurrós Erlingsdóttir, konrektor skólans, segir byggingarvinnuna reyna á þolrif kennara og nemenda enda þurfi margir að fara í Skeifuna til að sækja kennslu þar og hávaðinn geti verið erfiður. Það reyni þó allir að sýna umburðarlyndi. „Þessi vetur verður vonandi skárri, því nú sjáum við uppbyggingu. Síðastliðinn vetur var verið að rífa niður og sálrænt er það erfiðara,“ segir Sigurrós.

Tengibygging átti að vera tilbúin fyrir veturinn en framkvæmdir hafa tafist. Sigurrós segir góða nágranna koma í veg fyrir að nemendur og kennarar þurfi að ganga langar leiðir á milli húsa. „Við höfum fengið leyfi til að ganga í gegnum Vogaskóla og komast þannig á milli bygginga. Það verður því umferð menntskælinga í gegnum grunnskólann í vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×