Upp úr skotgröfunum Eiríkur Bergmann skrifar 15. janúar 2013 06:00 Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun