FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER NÝJAST 23:30

Mourinho ekki međ enska bikarinn á liđsmyndinni

SPORT

United sagt tilbúiđ ađ borga 27 milljarđa fyrir Neymar

 
Enski boltinn
08:15 04. JANÚAR 2016
Neymar er einn besti leikmađur heims.
Neymar er einn besti leikmađur heims. VÍSIRGETTY

Franska blaðið Le 10 Sport heldur því fram í dag að Manchester United ætli að kaupa brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Barcelona fyrir morðfjár í sumar.

Neymar á í samningaviðræðum við Barcelona þessa dagana en viðræður hafa siglt í strand í bili.

Riftunarverð hans eru 140 milljónir punda eða 27 milljarðar króna. Berist svo hátt tilboð í leikmanninn getur Barcelona ekki hafnað því.

Franska blaðið segir Manchester United reiðubúið að borga riftunarverðið og lokka Brasilíumanninn til England með ævintýralegum samningi.

Neymar skoraði 39 mörk í 51 leik með Barcelona á síðustu leiktíð þegar Barcelona vann þrennuna en hann er búinn að skora 16 mörk fyrir Börsunga í 21 leik það sem af er vetri.

Verði þessi félagaskipti að veruleika verður Neymar lang dýrasti leikmaður heims.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / United sagt tilbúiđ ađ borga 27 milljarđa fyrir Neymar
Fara efst