MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 08:00

Messi búinn ađ aflita á sér háríđ

SPORT

United sagt tilbúiđ ađ borga 27 milljarđa fyrir Neymar

 
Enski boltinn
08:15 04. JANÚAR 2016
Neymar er einn besti leikmađur heims.
Neymar er einn besti leikmađur heims. VÍSIRGETTY

Franska blaðið Le 10 Sport heldur því fram í dag að Manchester United ætli að kaupa brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Barcelona fyrir morðfjár í sumar.

Neymar á í samningaviðræðum við Barcelona þessa dagana en viðræður hafa siglt í strand í bili.

Riftunarverð hans eru 140 milljónir punda eða 27 milljarðar króna. Berist svo hátt tilboð í leikmanninn getur Barcelona ekki hafnað því.

Franska blaðið segir Manchester United reiðubúið að borga riftunarverðið og lokka Brasilíumanninn til England með ævintýralegum samningi.

Neymar skoraði 39 mörk í 51 leik með Barcelona á síðustu leiktíð þegar Barcelona vann þrennuna en hann er búinn að skora 16 mörk fyrir Börsunga í 21 leik það sem af er vetri.

Verði þessi félagaskipti að veruleika verður Neymar lang dýrasti leikmaður heims.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / United sagt tilbúiđ ađ borga 27 milljarđa fyrir Neymar
Fara efst