Erlent

Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn

Atli Ísleifsson skrifar
Myndatökumaðurinn Petra Laszlo starfaði hjá netmiðlinum N1TV.
Myndatökumaðurinn Petra Laszlo starfaði hjá netmiðlinum N1TV.
Ungverskur myndatökumaður hefur verið rekinn eftir að myndir birtust þar sem sjá má hann bregða fæti fyrir flóttamenn, sumum með með barn í fanginu, þegar þeir reyndu að hlaupa frá lögreglu.

Atvikin átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum.

Í frétt New York Times segir að myndatökumaðurinn heiti Petra Laszlo og starfi hjá netmiðlinum N1TV, sjónvarpsstöð með tengsl við hægriflokkinn Jobbik.

Myndskeiði af Laszlo var dreift víða á samfélagsmiðlum en þar má sjá fleiri hundruð flóttamanna – þar á meðal Sýrlendinga, Íraka og Afgani – þegar þeir reyna að flýja frá lögreglu.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan, auk myndbands sem Laszlo tók sjálf á vettvangi.

Athugasemd: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að konan hafi starfað hjá miðlinum 444.hu. Hið rétta er að hún starfaði hjá N1TV. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×