Enski boltinn

Ungu strákarnir hjá Liverpool sáu um Leeds | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben Woodburn fagnar sögulegu sigurmarki sínu.
Ben Woodburn fagnar sögulegu sigurmarki sínu. vísir/getty
Liverpool er komið áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir 2-0 sigur á Leeds United á Anfield í kvöld.

Jürgen Klopp tefldi fram mikið breyttu liði frá sigrinum á Sunderland um helgina og Leeds átti í fullu tré við Liverpool lengst af í leiknum í kvöld.

Kemar Roofe, sem lék sem lánsmaður með Víkingi R. sumarið 2011, lét til sín taka og hann átti skot í stöng Liverpool-marksins snemma í seinni hálfleik.

Á 72. mínútu átti Georginio Wijnaldum skot í innanverða stöngina á marki Leeds. Fjórum mínútum síðar skoraði Divock Origi með skoti af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf unglingsins Trents Alexander-Arnold.

Á 81. mínútu skoraði svo hinn 17 ára gamli Ben Woodburn annað mark Liverpool eftir vel útfærða sókn. Markið var sögulegt en Woodburn er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað fyrir Liverpool.

Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fagnaði sigrinum og sæti í undanúrslitunum.

Liverpool 1-0 Leeds Liverpool 2-0 Leeds



Fleiri fréttir

Sjá meira


×