Innlent

Ungt barn í íbúð þar sem fíkniefni fundust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í íbúðinni fundust einnig loftskammbyssa, stálkylfa, kaststjörnur úr járni, veiðihnífar og exi.
Í íbúðinni fundust einnig loftskammbyssa, stálkylfa, kaststjörnur úr járni, veiðihnífar og exi. Vísir/pjetur
Fulltrúar barnaverndaryfirvalda voru kallaðir á vettvang þegar lögreglan lagði hald á talsvert magn fíkiniefna í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær, því ungt barn var í íbúðinni.

200 grömm af því sem talið er vera amfetamín og kókaín, en auk þess var lagt hald á kannabisefni. 

Fulltrúar barnaverndaryfirvalda voru kallaðir á staðinn svo hægt væri að gera viðeigandi ráðstafanir. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Í íbúðinni fundust einnig loftskammbyssa, stálkylfa, kaststjörnur úr járni, veiðihnífar og exi, og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglunnar. 


Tengdar fréttir

„Það er ekki bara verið að tala um kannabis“

"Það er í raun verið að tala um að ríkið verði einhverskonar díler. Það er staðreynd að undirheimarnir verða alltaf ódýrari en hið opinbera,“ sagði Magnús Stefánsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“

"Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu.

Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu

Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu.

Mansalsfórnarlömb dæmd

Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×