Innlent

Ungir sjálfstæðismenn verðlauna Brynjar Níelsson og InDefence

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, hlýtur verðlaunin í ár ásamt forsvarsmönnum InDefence-hópsins.
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, hlýtur verðlaunin í ár ásamt forsvarsmönnum InDefence-hópsins. Mynd/GVA
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og formanni Lögmannafélagsins, og InDefence hópnum svonefnd Frelsisverðlaun sambandins í ár. Verðlaunin fær Brynjar fyrir að vera ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði, líkt og það er orðað í tilkynningu SUS. Um InDefence segir að samtökin eigi hvað mestan heiður skilið fyrir að hindra að gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga Icesave málinu.

„InDefence eru þau samtök sem á hvað mestan heiður eiga skilið fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu. Ef ekki hefði verið fyrir InDefence, hefði andstaðan við málið líklega ekki náð þeim skriðþunga sem þurfti til að brjóta á bak aftur áform stjórnvalda um að ganga að kröfunum. InDefence hópurinn er afar gott dæmi um hóp einstaklinga með ólíkar skoðanir til stjórnmála sem sameina krafta sína í þjóðfélagslega mikilvægu máli og náð árangri," segir í tilkynningunni.

„Brynjar Níelsson hefur verið ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði og hefur staðið vörð um grunngildi réttarríkisins í opinberri umræðu. Þá hefur hann sýnt mikið hugrekki í baráttu gagnvart fólki, sem stjórnmálastéttin þorir ekki að andmæla af ótta við óvinsældir."

Fyrri verðlaunahafar eru Margrét Pála Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Vefþjóðviljinn, Davíð Scheving Thorsteinsson, Hugmyndaráðuneytið og Viðskiptaráð.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll klukkan 17:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×