Enski boltinn

Ungir leikmenn Man. City verða sendir til New York

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City leggja nú drög að því að senda unga leikmenn félagsins til nýja liðsins í MLS-deildinni þar sem þeir fá tækifæri til að þroskast og verða betri.

New York City FC heitir félagið, en það hefur leik í MLS-deildinni á næstu leiktíð. City á það ásamt hafnaboltarisanum New York Yankees, en það mætir til leiks næsta vor með Frank Lampard og David Villa innanborðs.

„Við erum með marga öfluga unga leikmenn. Svo gæti farið að við biðjum þá um að koma til New York áður en þeir spila í Manchester,“ segir FerranSoriano, framkvæmdastjóri Man. City, við ESPN.

„Þetta er félag sem mun spila fallegan fótbolta í New York,“ segir framkvæmdastjórinn, en félagið hefur verið gagnrýnt og segja sumir það ekkert annað enauglýsingabrellu til að upphefja City og Yankees.

„Við ætlum að byggja alvöru New York-lið,“ segir Soriano sem áður var varaforseti Barcelona. „Þetta er ekki Manchester City-lið, merkjavara eða einhver auglýsingabrella.“

Hann segir Lampard og Villa hafa heillast að hugmyndafræði nýja félagsins: „Ein af ástæðunum fyrir því að David Villa og Frank Lampard ákváðu að koma til New York er, að þeir vita hverjir stýra félaginu og eiga það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×