Unga fólkið í eldinum Bjarni Þorsteinsson skrifar 10. júní 2015 07:00 Áratugum saman hafa íbúar á landsbyggðinni þurft að horfa þungeygir á eftir unga, hugmyndaríka og menntaða fólkinu suður – einsleit heimabyggðin hefur yfirleitt haft upp á of fátt að bjóða fyrir þetta fólk. Þessir fólksflutningar eru orðnir að einhvers konar mynstri sem er búið að grafa sig inn í sveitirnar og sjávarsíðuna. Nú er komið að höfuðborgarbúum að bætast í þennan hóp, að sjá á eftir unga, hæfileikaríka og vel menntaða fólkinu fara suður til að skapa sér nýtt líf þar sem áhugi er fyrir hendi að nýta sér hæfileika þess og athafnaþrá, þar sem það getur lifað eðlilegu lífi, eignast börn og tekið þátt í samfélaginu.Baneitraður kokteill „Það er búið að eyðileggja framtíð mína hérna – en ég læt ekki taka af mér gleðina líka.“ Þetta sagði hress, ung kona við mig nýlega, kona sem er að ljúka strembnu háskólanámi samhliða því að undirbúa flutning af landi brott. Ekki af því að hana hungrar í að kynnast nýjum og ferskum straumum í framandi löndum – leiksvið framtíðardrauma hennar hefur ætíð verið Ísland – heldur vegna þess að það sem bíður hennar hér sem ungri menntakonu er baneitraður kokteill lágra launa og himinhás húsnæðis- og framfærslukostnaðar, kryddaður ónýtum gjaldmiðli, verðtryggingu og þrúgandi von- og hugmyndaleysi. Og hún er ekki ein í þessari stöðu; úti um allt er ungt fólk að velta þessu fyrir sér, sumir láta sér nægja að hugsa þetta og bíta á jaxlinn, aðrir hafa ákveðið að taka þetta örlagaþrungna skref. Það eru engin haldreipi í boði fyrir þetta fólk, engar líflínur eru sendar út. Einungis gíróseðlar. Þegar jörðin brennur undir unga menntafólkinu bregðast ráðamenn svo við með undarlegu áhuga- og afskiptaleysi, stofna til átaka um mál sem eru ekki á dagskrá og fara í óskiljanlega fjölbragðaglímu við andstæðinga sína þar sem allt er leyft. Og gjaldfella sjálfa sig enn meir. Þeir eru örugglega fáir ef nokkrir sem bera þá hugmynd í höfðinu að við þurfum að losa okkur við þetta unga menntafólk úr landi. Að hrekja það burt af heimavelli sínum, að stuðla að því að fjölskyldur liðist í sundur, að ömmur og afar þurfi að tengjast barnabörnunum gegnum internetið. En samt höfum við komið málum þannig fyrir að það sem við virðumst leggja öðru fremur áherslu á að bjóða nýjum kynslóðum upp á eru einhæf láglaunastörf, vinna við fiskvinnslu og málmbræðslu og að þjóna ferðamönnum. Allt það fé og öll sú vinna og ástúð sem lögð hefur verið í að koma þessu unga fólki til manns og mennta skiptir allt í einu ekki neinu máli. Hægt að afskrifa það eins og skuldir eldri kynslóða.Tonnatak hagsmunagæslu Það eru stórir flekar að rifna upp úr því bútasaumsteppi sem samfélagið er. En þetta eru ekki stjórnlausar náttúruhamfarir, þetta er ástand sem við höfum sjálf skapað og getum líka breytt. Við erum öll ábyrg fyrir þessu, þau sem hafa völdin og peningana mest, en þau sem komu þessum öflum til valda og veita þeim skjól bera líka mikla ábyrgð. Við búum í landi með gríðarlegum auðlindum og dugmiklu fólki sem flest allt þráir að búa í betra og réttlátara samfélagi þar sem er pláss fyrir alla, þar sem er jarðvegur sem við getum öll þrifist í. Samfélagi sem er eins og litríkt og flókið bútasaumsteppi þar sem hægt er að finna nýja og gamla búta, slitið denim, grófa ull og skræpótt velúr en ekki bara teinótt terylin og gæðasilki. Samfélagi sem er saumað saman með lifandi þræði vináttu, fjölskyldutengsla, kærleika, umhyggju og virðingar – ekki límt saman með tonnataki hagsmunagæslu, frekju og afskiptaleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman hafa íbúar á landsbyggðinni þurft að horfa þungeygir á eftir unga, hugmyndaríka og menntaða fólkinu suður – einsleit heimabyggðin hefur yfirleitt haft upp á of fátt að bjóða fyrir þetta fólk. Þessir fólksflutningar eru orðnir að einhvers konar mynstri sem er búið að grafa sig inn í sveitirnar og sjávarsíðuna. Nú er komið að höfuðborgarbúum að bætast í þennan hóp, að sjá á eftir unga, hæfileikaríka og vel menntaða fólkinu fara suður til að skapa sér nýtt líf þar sem áhugi er fyrir hendi að nýta sér hæfileika þess og athafnaþrá, þar sem það getur lifað eðlilegu lífi, eignast börn og tekið þátt í samfélaginu.Baneitraður kokteill „Það er búið að eyðileggja framtíð mína hérna – en ég læt ekki taka af mér gleðina líka.“ Þetta sagði hress, ung kona við mig nýlega, kona sem er að ljúka strembnu háskólanámi samhliða því að undirbúa flutning af landi brott. Ekki af því að hana hungrar í að kynnast nýjum og ferskum straumum í framandi löndum – leiksvið framtíðardrauma hennar hefur ætíð verið Ísland – heldur vegna þess að það sem bíður hennar hér sem ungri menntakonu er baneitraður kokteill lágra launa og himinhás húsnæðis- og framfærslukostnaðar, kryddaður ónýtum gjaldmiðli, verðtryggingu og þrúgandi von- og hugmyndaleysi. Og hún er ekki ein í þessari stöðu; úti um allt er ungt fólk að velta þessu fyrir sér, sumir láta sér nægja að hugsa þetta og bíta á jaxlinn, aðrir hafa ákveðið að taka þetta örlagaþrungna skref. Það eru engin haldreipi í boði fyrir þetta fólk, engar líflínur eru sendar út. Einungis gíróseðlar. Þegar jörðin brennur undir unga menntafólkinu bregðast ráðamenn svo við með undarlegu áhuga- og afskiptaleysi, stofna til átaka um mál sem eru ekki á dagskrá og fara í óskiljanlega fjölbragðaglímu við andstæðinga sína þar sem allt er leyft. Og gjaldfella sjálfa sig enn meir. Þeir eru örugglega fáir ef nokkrir sem bera þá hugmynd í höfðinu að við þurfum að losa okkur við þetta unga menntafólk úr landi. Að hrekja það burt af heimavelli sínum, að stuðla að því að fjölskyldur liðist í sundur, að ömmur og afar þurfi að tengjast barnabörnunum gegnum internetið. En samt höfum við komið málum þannig fyrir að það sem við virðumst leggja öðru fremur áherslu á að bjóða nýjum kynslóðum upp á eru einhæf láglaunastörf, vinna við fiskvinnslu og málmbræðslu og að þjóna ferðamönnum. Allt það fé og öll sú vinna og ástúð sem lögð hefur verið í að koma þessu unga fólki til manns og mennta skiptir allt í einu ekki neinu máli. Hægt að afskrifa það eins og skuldir eldri kynslóða.Tonnatak hagsmunagæslu Það eru stórir flekar að rifna upp úr því bútasaumsteppi sem samfélagið er. En þetta eru ekki stjórnlausar náttúruhamfarir, þetta er ástand sem við höfum sjálf skapað og getum líka breytt. Við erum öll ábyrg fyrir þessu, þau sem hafa völdin og peningana mest, en þau sem komu þessum öflum til valda og veita þeim skjól bera líka mikla ábyrgð. Við búum í landi með gríðarlegum auðlindum og dugmiklu fólki sem flest allt þráir að búa í betra og réttlátara samfélagi þar sem er pláss fyrir alla, þar sem er jarðvegur sem við getum öll þrifist í. Samfélagi sem er eins og litríkt og flókið bútasaumsteppi þar sem hægt er að finna nýja og gamla búta, slitið denim, grófa ull og skræpótt velúr en ekki bara teinótt terylin og gæðasilki. Samfélagi sem er saumað saman með lifandi þræði vináttu, fjölskyldutengsla, kærleika, umhyggju og virðingar – ekki límt saman með tonnataki hagsmunagæslu, frekju og afskiptaleysis.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun