Lífið

Una fékk gull og Karen brons á Arnold Classic

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Una Margrét með verðlaun sín á Spáni.
Una Margrét með verðlaun sín á Spáni. Mynd/Facebook-síða Unu Margrétar
Una Margrét Heimisdóttir vann sigur í unglingaflokki í fitness á Arnold Classic Europe sem fram fór í Madríd um helgina. Karen Lind Thompson hafnaði í þriðja sæti í módelfitness í flokki 172 sm og lægri.

Sjö Íslendingar kepptu á mótinu en heildarfjöldi keppenda var um 800 að því er Fitness.is greinir frá. Una Margrét hafnaði í fimmta sæti í fullorðinsflokki 168 sm og lægri.

Ásta Björk Bolladóttir, sem keppti í yfir 168 sm flokki í fitness kvenna, komst í úrslit 15 efstu í sínum flokki og hafnaði í 9. sæti. Simona Macijauskaite, sem keppti í undir 169 sm flokki í módelfitness, náði sömuleiðis góðum árangri. Símona komst í fimmtán manna úrslit og hafnaði í tólfta sæti.

Þær Ísabella Ósk Eyþórsdóttir, María Kristín Guðjónsdóttir, og Nadezeda Nikita Rjabchuk komust ekki 15 manna úrslit í sínum flokkum. Nánar á Fitness.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×