Umtalsverður halli hjá lífeyrissjóðunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna, eða sem nemur sexhundruð milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðana í fyrra. Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna á liðnu ári var 7,4%, sem er besta ávöxtun í sjö ár. Eignir alls lífeyriskerfisins voru í árslok 2012 um 2.540 milljarðar króna og segir FME að hlutfallið hafi aldrei verið hærra. En það er tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sem er mjög slæm og nemur hallinn í árslok 2012 nærri sexhundruð milljörðum króna en með sama áframhaldandi halla gætu sjóðirnir ekki átt fyrir skuldbindingum sínum. „Þetta er halli sem hefur byggst upp á mörgum áratugum og stendur nokkurn vegin í stað. Árið 1997 var gripið til verulegrar breytingar á kerfinu og það var hafin sjóðssöfnun líka í opinbera kerfinu. Það er til bóta því aldurssamsetning okkar er alltaf að breytast. Það eru alltaf færri og færri sem standa undir lífeyrisgreiðslum á hverjum tíma," segir Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Lagt er til í yfirliti Fjármálaeftirlitsins að til að draga úr þessum halla í lífeyriskerfinu verði iðgjöld hækkuð, réttindi skert eða lífeyrisaldur hækkaður. „Lífaldur okkar er að lengjast sem er mjög jákvætt en það kostar líka fjármuni og það hefur áhrif á skuldbindingarnar. Þær hafa verið að aukast á síðustu tveimur áratugum um 10% eingöngu vegna lengingar á meðalævi okkar," segir Þórey. Í yfirliti FME segir að gjaldeyrishöft takmarki enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika til áhættudreifingar. Þá kemur fram að tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dragi úr vilja til lífeyrissparnaðar. Þrátt fyrir þetta segir Þórey íslenska lífeyrissjóðskerfið gott. „Ég held að skýrslan sýni einmitt að kerfið sé gott. Það er sjóðssöfnun sem er til fyrirmyndar. Margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir miklum vanda því þær hafa ekki sýnt þá forsjálni að láta hverja kynslóð fjármagna sinn lífeyri. Þar er gegnumstreymiskerfi sem að kostar skattgreiðendur á sínum tíma verulega fjármuni sem þjóðfélögin hafa ekki getað staðið undir." Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna, eða sem nemur sexhundruð milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðana í fyrra. Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna á liðnu ári var 7,4%, sem er besta ávöxtun í sjö ár. Eignir alls lífeyriskerfisins voru í árslok 2012 um 2.540 milljarðar króna og segir FME að hlutfallið hafi aldrei verið hærra. En það er tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sem er mjög slæm og nemur hallinn í árslok 2012 nærri sexhundruð milljörðum króna en með sama áframhaldandi halla gætu sjóðirnir ekki átt fyrir skuldbindingum sínum. „Þetta er halli sem hefur byggst upp á mörgum áratugum og stendur nokkurn vegin í stað. Árið 1997 var gripið til verulegrar breytingar á kerfinu og það var hafin sjóðssöfnun líka í opinbera kerfinu. Það er til bóta því aldurssamsetning okkar er alltaf að breytast. Það eru alltaf færri og færri sem standa undir lífeyrisgreiðslum á hverjum tíma," segir Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Lagt er til í yfirliti Fjármálaeftirlitsins að til að draga úr þessum halla í lífeyriskerfinu verði iðgjöld hækkuð, réttindi skert eða lífeyrisaldur hækkaður. „Lífaldur okkar er að lengjast sem er mjög jákvætt en það kostar líka fjármuni og það hefur áhrif á skuldbindingarnar. Þær hafa verið að aukast á síðustu tveimur áratugum um 10% eingöngu vegna lengingar á meðalævi okkar," segir Þórey. Í yfirliti FME segir að gjaldeyrishöft takmarki enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika til áhættudreifingar. Þá kemur fram að tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dragi úr vilja til lífeyrissparnaðar. Þrátt fyrir þetta segir Þórey íslenska lífeyrissjóðskerfið gott. „Ég held að skýrslan sýni einmitt að kerfið sé gott. Það er sjóðssöfnun sem er til fyrirmyndar. Margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir miklum vanda því þær hafa ekki sýnt þá forsjálni að láta hverja kynslóð fjármagna sinn lífeyri. Þar er gegnumstreymiskerfi sem að kostar skattgreiðendur á sínum tíma verulega fjármuni sem þjóðfélögin hafa ekki getað staðið undir."
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira