Umföllun: Keflvíkingar fengu færin en ekki stigin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 19:15 Keflvíkingar þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum á heimavelli sínum efir að þeir tóku Sparisjóðvöllinn sinn í gegn. Keflvíkingar fengu heldur betur færin til þess að vinna nágranna sína í gær en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og því hefur Keflavíkurliðið aðeins náð í 7 stig af síðustu 27 mögulegum. Það fóru örugglega margir Keflvíkingar heim af vellinum í kvöld óskandi þess að liðið hefði alvöru markaskorara. Liðið hefur oft spilað vel eins og í kvöld en mörkin hafa látið á sér standa. Þetta sést vel á tölfræðinn enda eru mörkin aðeins orðin 13 í 13 leikjum í sumar og markahæstu leikmenn liðsins eru einungis komnir með tvö mörk þegar mótið er miklu meira en hálfnað. Ólafur Örn Bjarnason var mættur á hliðarlínuna hjá Grindvíkingum í aðeins þriðja sinn þrátt fyrir að hafa verið þjálfari liðsins síðan í lok maí. Nú var Ólafur líka kominn með leikheimild sem hann nýtti ér þegar hann kom inn á sem varamaður 16 mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir á lokamínútunum en tókst ekki að stela sigrinum og gerði því þriðja jafnteflið sitt í röð. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, bæði lið fengu ágæt færi á upphafsmínútunum og skoruðu síðan bæði með innan við mínútu millibili. Gilles Ondo kom Grindavík fyrst í 1-0 eftir að stungusendingu Jóhanns Helgasonar lék á rangstöðuvörn Keflavíkur. Jósef Jósefsson komst þá í gegn og lagði boltann á Gilles sem skoraði í tómt markið. Keflvíkingar brunuðu strax í sókn og Magnús Þórir Matthíasson fann Jóhann Birni Guðmundsson í teignum og Jóhann skoraði með laglegu og óverjandi skoti. Eftir fjöruga byrjun róaðist leikurinn aðeins og Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum. Þeir fóru hinsvegar ekki á flug fyrr en eftir hálfleiksræðuna frá Willum Þór Þórssyni sem virtist hafa góð áhrif á liðið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn nefnilega af miklu krafti og tóku öll völd á vellinum. Magnús Þórir Matthíasson fékk tvö góð færi og Auðun Helgason bjargaði á marklínu frá Jóhanni Birni. Grindvíkingar voru í hálfgerðri nauðvörn um tíma en tókst að verjast pressu Keflvíkinga. Vakandi miðverðir, Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltlín, unnu þar gott starf en Keflvíkingar hefðu líka mátt gera betur í mörgum færanna. Undir lok leiksins gátu Keflvíkingar þakkað Ómari Jóhannssyni markverði fyrir að Gilles Ondo og Scott Ramsey nýttu ekki flott færi eftir skyndisóknir en það breytti því þó ekki að pressa Keflavíkurliðsins hélst út leikinn. Keflvíkingar eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu níu deildarleikjum eða frá því að þeir voru með góða forustu á toppnum í byrjun júní. Þeir fengu færin til að taka öll stigin í gær en vantar eins og áður sagði markaskorarann til þess að koma boltanum yfir línuna. Keflavíkurliðið situr því áfram í fimmta sæti deildarinnar með markatöluna 13-14 og er aðeins eitt af fjórum liðum Pepsi-deildar karla sem eru með mínus markatölu. Grindvíkingar eru komnir einu stigi ofar en Selfyssingar og þar með einu stigi frá fallsæti en þeir þurfa að gera betur ætli þeir að losna við falldrauginn. Liðið hefur stórhættulega leikmenn fremst á vellinum og ættu að hafa allt til alls til að skilja lið Selfoss og Hauka eftir á botninum. Keflavík-Grindavík 1-1 Keflavíkurvöllur Dómari: Einar Örn Daníelsson (7) Áhorfendur: 1377 Mörkin:0-1 Gilles Mbang Ondo (8.) 1-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (9.) Tölfræðin: Skot (á mark): 16-13 (6-9) Varin skot: Ómar 8 - Óskar 3 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-12 Rangstæður: 4-4 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Alen Sutej 6 Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (89.,Bojan Stefán Ljubicic -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (89., Sigurbergur Elísson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 - Maður leiksins - (68., Hörður Sveinsson 4) Magnús Þórir Matthíasson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 4 (55., Grétar Ólafur Hjartarson 4) Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 5 (76., Ólafur Örn Bjarnason -) Ray Anthony Jónsson 5 Scott Mckenna Ramsay 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (68., Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Keflvíkingar þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum á heimavelli sínum efir að þeir tóku Sparisjóðvöllinn sinn í gegn. Keflvíkingar fengu heldur betur færin til þess að vinna nágranna sína í gær en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og því hefur Keflavíkurliðið aðeins náð í 7 stig af síðustu 27 mögulegum. Það fóru örugglega margir Keflvíkingar heim af vellinum í kvöld óskandi þess að liðið hefði alvöru markaskorara. Liðið hefur oft spilað vel eins og í kvöld en mörkin hafa látið á sér standa. Þetta sést vel á tölfræðinn enda eru mörkin aðeins orðin 13 í 13 leikjum í sumar og markahæstu leikmenn liðsins eru einungis komnir með tvö mörk þegar mótið er miklu meira en hálfnað. Ólafur Örn Bjarnason var mættur á hliðarlínuna hjá Grindvíkingum í aðeins þriðja sinn þrátt fyrir að hafa verið þjálfari liðsins síðan í lok maí. Nú var Ólafur líka kominn með leikheimild sem hann nýtti ér þegar hann kom inn á sem varamaður 16 mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir á lokamínútunum en tókst ekki að stela sigrinum og gerði því þriðja jafnteflið sitt í röð. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, bæði lið fengu ágæt færi á upphafsmínútunum og skoruðu síðan bæði með innan við mínútu millibili. Gilles Ondo kom Grindavík fyrst í 1-0 eftir að stungusendingu Jóhanns Helgasonar lék á rangstöðuvörn Keflavíkur. Jósef Jósefsson komst þá í gegn og lagði boltann á Gilles sem skoraði í tómt markið. Keflvíkingar brunuðu strax í sókn og Magnús Þórir Matthíasson fann Jóhann Birni Guðmundsson í teignum og Jóhann skoraði með laglegu og óverjandi skoti. Eftir fjöruga byrjun róaðist leikurinn aðeins og Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum. Þeir fóru hinsvegar ekki á flug fyrr en eftir hálfleiksræðuna frá Willum Þór Þórssyni sem virtist hafa góð áhrif á liðið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn nefnilega af miklu krafti og tóku öll völd á vellinum. Magnús Þórir Matthíasson fékk tvö góð færi og Auðun Helgason bjargaði á marklínu frá Jóhanni Birni. Grindvíkingar voru í hálfgerðri nauðvörn um tíma en tókst að verjast pressu Keflvíkinga. Vakandi miðverðir, Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltlín, unnu þar gott starf en Keflvíkingar hefðu líka mátt gera betur í mörgum færanna. Undir lok leiksins gátu Keflvíkingar þakkað Ómari Jóhannssyni markverði fyrir að Gilles Ondo og Scott Ramsey nýttu ekki flott færi eftir skyndisóknir en það breytti því þó ekki að pressa Keflavíkurliðsins hélst út leikinn. Keflvíkingar eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu níu deildarleikjum eða frá því að þeir voru með góða forustu á toppnum í byrjun júní. Þeir fengu færin til að taka öll stigin í gær en vantar eins og áður sagði markaskorarann til þess að koma boltanum yfir línuna. Keflavíkurliðið situr því áfram í fimmta sæti deildarinnar með markatöluna 13-14 og er aðeins eitt af fjórum liðum Pepsi-deildar karla sem eru með mínus markatölu. Grindvíkingar eru komnir einu stigi ofar en Selfyssingar og þar með einu stigi frá fallsæti en þeir þurfa að gera betur ætli þeir að losna við falldrauginn. Liðið hefur stórhættulega leikmenn fremst á vellinum og ættu að hafa allt til alls til að skilja lið Selfoss og Hauka eftir á botninum. Keflavík-Grindavík 1-1 Keflavíkurvöllur Dómari: Einar Örn Daníelsson (7) Áhorfendur: 1377 Mörkin:0-1 Gilles Mbang Ondo (8.) 1-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (9.) Tölfræðin: Skot (á mark): 16-13 (6-9) Varin skot: Ómar 8 - Óskar 3 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-12 Rangstæður: 4-4 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Alen Sutej 6 Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (89.,Bojan Stefán Ljubicic -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (89., Sigurbergur Elísson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 - Maður leiksins - (68., Hörður Sveinsson 4) Magnús Þórir Matthíasson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 4 (55., Grétar Ólafur Hjartarson 4) Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 5 (76., Ólafur Örn Bjarnason -) Ray Anthony Jónsson 5 Scott Mckenna Ramsay 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (68., Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira