Umföllun: Keflvíkingar fengu færin en ekki stigin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 19:15 Keflvíkingar þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum á heimavelli sínum efir að þeir tóku Sparisjóðvöllinn sinn í gegn. Keflvíkingar fengu heldur betur færin til þess að vinna nágranna sína í gær en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og því hefur Keflavíkurliðið aðeins náð í 7 stig af síðustu 27 mögulegum. Það fóru örugglega margir Keflvíkingar heim af vellinum í kvöld óskandi þess að liðið hefði alvöru markaskorara. Liðið hefur oft spilað vel eins og í kvöld en mörkin hafa látið á sér standa. Þetta sést vel á tölfræðinn enda eru mörkin aðeins orðin 13 í 13 leikjum í sumar og markahæstu leikmenn liðsins eru einungis komnir með tvö mörk þegar mótið er miklu meira en hálfnað. Ólafur Örn Bjarnason var mættur á hliðarlínuna hjá Grindvíkingum í aðeins þriðja sinn þrátt fyrir að hafa verið þjálfari liðsins síðan í lok maí. Nú var Ólafur líka kominn með leikheimild sem hann nýtti ér þegar hann kom inn á sem varamaður 16 mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir á lokamínútunum en tókst ekki að stela sigrinum og gerði því þriðja jafnteflið sitt í röð. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, bæði lið fengu ágæt færi á upphafsmínútunum og skoruðu síðan bæði með innan við mínútu millibili. Gilles Ondo kom Grindavík fyrst í 1-0 eftir að stungusendingu Jóhanns Helgasonar lék á rangstöðuvörn Keflavíkur. Jósef Jósefsson komst þá í gegn og lagði boltann á Gilles sem skoraði í tómt markið. Keflvíkingar brunuðu strax í sókn og Magnús Þórir Matthíasson fann Jóhann Birni Guðmundsson í teignum og Jóhann skoraði með laglegu og óverjandi skoti. Eftir fjöruga byrjun róaðist leikurinn aðeins og Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum. Þeir fóru hinsvegar ekki á flug fyrr en eftir hálfleiksræðuna frá Willum Þór Þórssyni sem virtist hafa góð áhrif á liðið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn nefnilega af miklu krafti og tóku öll völd á vellinum. Magnús Þórir Matthíasson fékk tvö góð færi og Auðun Helgason bjargaði á marklínu frá Jóhanni Birni. Grindvíkingar voru í hálfgerðri nauðvörn um tíma en tókst að verjast pressu Keflvíkinga. Vakandi miðverðir, Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltlín, unnu þar gott starf en Keflvíkingar hefðu líka mátt gera betur í mörgum færanna. Undir lok leiksins gátu Keflvíkingar þakkað Ómari Jóhannssyni markverði fyrir að Gilles Ondo og Scott Ramsey nýttu ekki flott færi eftir skyndisóknir en það breytti því þó ekki að pressa Keflavíkurliðsins hélst út leikinn. Keflvíkingar eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu níu deildarleikjum eða frá því að þeir voru með góða forustu á toppnum í byrjun júní. Þeir fengu færin til að taka öll stigin í gær en vantar eins og áður sagði markaskorarann til þess að koma boltanum yfir línuna. Keflavíkurliðið situr því áfram í fimmta sæti deildarinnar með markatöluna 13-14 og er aðeins eitt af fjórum liðum Pepsi-deildar karla sem eru með mínus markatölu. Grindvíkingar eru komnir einu stigi ofar en Selfyssingar og þar með einu stigi frá fallsæti en þeir þurfa að gera betur ætli þeir að losna við falldrauginn. Liðið hefur stórhættulega leikmenn fremst á vellinum og ættu að hafa allt til alls til að skilja lið Selfoss og Hauka eftir á botninum. Keflavík-Grindavík 1-1 Keflavíkurvöllur Dómari: Einar Örn Daníelsson (7) Áhorfendur: 1377 Mörkin:0-1 Gilles Mbang Ondo (8.) 1-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (9.) Tölfræðin: Skot (á mark): 16-13 (6-9) Varin skot: Ómar 8 - Óskar 3 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-12 Rangstæður: 4-4 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Alen Sutej 6 Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (89.,Bojan Stefán Ljubicic -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (89., Sigurbergur Elísson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 - Maður leiksins - (68., Hörður Sveinsson 4) Magnús Þórir Matthíasson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 4 (55., Grétar Ólafur Hjartarson 4) Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 5 (76., Ólafur Örn Bjarnason -) Ray Anthony Jónsson 5 Scott Mckenna Ramsay 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (68., Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Keflvíkingar þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum á heimavelli sínum efir að þeir tóku Sparisjóðvöllinn sinn í gegn. Keflvíkingar fengu heldur betur færin til þess að vinna nágranna sína í gær en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og því hefur Keflavíkurliðið aðeins náð í 7 stig af síðustu 27 mögulegum. Það fóru örugglega margir Keflvíkingar heim af vellinum í kvöld óskandi þess að liðið hefði alvöru markaskorara. Liðið hefur oft spilað vel eins og í kvöld en mörkin hafa látið á sér standa. Þetta sést vel á tölfræðinn enda eru mörkin aðeins orðin 13 í 13 leikjum í sumar og markahæstu leikmenn liðsins eru einungis komnir með tvö mörk þegar mótið er miklu meira en hálfnað. Ólafur Örn Bjarnason var mættur á hliðarlínuna hjá Grindvíkingum í aðeins þriðja sinn þrátt fyrir að hafa verið þjálfari liðsins síðan í lok maí. Nú var Ólafur líka kominn með leikheimild sem hann nýtti ér þegar hann kom inn á sem varamaður 16 mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk nokkrar ágætar skyndisóknir á lokamínútunum en tókst ekki að stela sigrinum og gerði því þriðja jafnteflið sitt í röð. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, bæði lið fengu ágæt færi á upphafsmínútunum og skoruðu síðan bæði með innan við mínútu millibili. Gilles Ondo kom Grindavík fyrst í 1-0 eftir að stungusendingu Jóhanns Helgasonar lék á rangstöðuvörn Keflavíkur. Jósef Jósefsson komst þá í gegn og lagði boltann á Gilles sem skoraði í tómt markið. Keflvíkingar brunuðu strax í sókn og Magnús Þórir Matthíasson fann Jóhann Birni Guðmundsson í teignum og Jóhann skoraði með laglegu og óverjandi skoti. Eftir fjöruga byrjun róaðist leikurinn aðeins og Keflvíkingar náðu betri tökum á leiknum. Þeir fóru hinsvegar ekki á flug fyrr en eftir hálfleiksræðuna frá Willum Þór Þórssyni sem virtist hafa góð áhrif á liðið. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn nefnilega af miklu krafti og tóku öll völd á vellinum. Magnús Þórir Matthíasson fékk tvö góð færi og Auðun Helgason bjargaði á marklínu frá Jóhanni Birni. Grindvíkingar voru í hálfgerðri nauðvörn um tíma en tókst að verjast pressu Keflvíkinga. Vakandi miðverðir, Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltlín, unnu þar gott starf en Keflvíkingar hefðu líka mátt gera betur í mörgum færanna. Undir lok leiksins gátu Keflvíkingar þakkað Ómari Jóhannssyni markverði fyrir að Gilles Ondo og Scott Ramsey nýttu ekki flott færi eftir skyndisóknir en það breytti því þó ekki að pressa Keflavíkurliðsins hélst út leikinn. Keflvíkingar eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu níu deildarleikjum eða frá því að þeir voru með góða forustu á toppnum í byrjun júní. Þeir fengu færin til að taka öll stigin í gær en vantar eins og áður sagði markaskorarann til þess að koma boltanum yfir línuna. Keflavíkurliðið situr því áfram í fimmta sæti deildarinnar með markatöluna 13-14 og er aðeins eitt af fjórum liðum Pepsi-deildar karla sem eru með mínus markatölu. Grindvíkingar eru komnir einu stigi ofar en Selfyssingar og þar með einu stigi frá fallsæti en þeir þurfa að gera betur ætli þeir að losna við falldrauginn. Liðið hefur stórhættulega leikmenn fremst á vellinum og ættu að hafa allt til alls til að skilja lið Selfoss og Hauka eftir á botninum. Keflavík-Grindavík 1-1 Keflavíkurvöllur Dómari: Einar Örn Daníelsson (7) Áhorfendur: 1377 Mörkin:0-1 Gilles Mbang Ondo (8.) 1-1 Jóhann Birnir Guðmundsson (9.) Tölfræðin: Skot (á mark): 16-13 (6-9) Varin skot: Ómar 8 - Óskar 3 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-12 Rangstæður: 4-4 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Alen Sutej 6 Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (89.,Bojan Stefán Ljubicic -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (89., Sigurbergur Elísson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 - Maður leiksins - (68., Hörður Sveinsson 4) Magnús Þórir Matthíasson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 4 (55., Grétar Ólafur Hjartarson 4) Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 6 Matthías Örn Friðriksson 5 (76., Ólafur Örn Bjarnason -) Ray Anthony Jónsson 5 Scott Mckenna Ramsay 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (68., Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira