Umfjöllun. Haukar á uppleið en Keflavík í krísu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2010 10:35 Haukar tóku á móti Keflavík á Vodafonevellinum í dag en þetta var fyrsti leikur 18. umferðar Pepsi-deildar karla. Botnliðið var miklu betra nær allan leikinn og vann sanngjarnan 2-0 sigur. Keflvíkingar byrjuðu leikinn með nokkrum látum en eftir um fimm mínútna leik var eins og allur vindur væri úr liðinu. Haukarnir tóku völdin og byrjuðu að þjarma að gestunum. Yfirburðir Haukanna á miðjunni voru algjörir og leikmenn liðsins voru miklu grimmari allan tímann. Framlína Haukanna var einnig mjög spræk og Haukarnir sköpuðu sér fjölda færa í fyrri hálfleik er þeir sprengdu upp Keflavíkurvörnina hvað eftir annað. Þeir skoruðu þó aðeins eitt mark og það gerði Magnús með laglegum skalla en varnarmenn Keflavíkur gleymdu honum algjörlega í teignum. Magnús byrjaði þá sókn Hauka með því að vinna boltann af Keflvíkingum. Boltinn barst út á vænginn til Úlfars sem sendi fína sendingu á Magnús sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Magnús óð annars í færum í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þrennu. Hann lét sér þó eitt mark nægja að þessu sinni. Það var sama hvað Keflvíkingar gerðu í þessum leik, þeir voru alltaf undir. Guðjón Pétur skoraði afar smekklegt mark um hálftíma fyrir leikslok er hann óð upp vallarhelming Keflvíkinga, hljóp fram hjá hverjum leikmanni Keflavíkur áður en hann skoraði með laglegu skoti utan leiks. Keflavík náði aldrei að ógna eftir það og Haukar voru líklegri til þess að bæta við ef eitthvað var. Miðað við þennan leik er ótrúlegt til þess að hugsa að Haukar hafi aðeins verið að vinna sinn annan leik í sumar. Leikur liðsins í dag var frábær. Varnarleikurinn ótrúlega massífur og Daði afar öruggur þar fyrir aftan. Miðjumennirnir afar vinnusamir og sterkir. Tríóið í sóknarlínunni líflegt og alltaf líklegt. Haukar hefðu með réttu átt að skora mun meira enda skapaði liðið mikið. Liðsheildin var mögnuð í dag og í raun hvergi veikan blett að finna. Þó svo Willum Þór vilji ekki viðurkenna það fullum fetum þá er eitthvað mikið að hjá Keflavíkurliðinu. Liðið var andlaust, kraftlaust og í raun áhugalaust í dag. Sjálfstraust leikmanna virtist ekki vera mikið og leikmönnum virðist hreinlega ekki liða vel. Hinn sterki varnarleikur liðsins var ein rjúkandi rúst í dag og sóknarleikur liðsins fyrirsjáanlegur. Allar sóknir liðsins voru upp vinstri kantinn og skilaði nákvæmlega engu. Vinnuframlagið var þess utan afar takmarkað. Leikmenn Keflavíkur þurfa að fara í rækilega naflaskoðun og líta á sig sjálfa. Það er ekki hægt að kenna öðrum um því vandamálið liggur hjá þeim. Nú reynir líka á Willum hvort hann hafi það sem til þarf að rífa þetta lið upp úr þeirri holu sem það er komið í. Haukar-Keflavík 2-01-0 Magnús Björgvinsson (24.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (59.) Áhorfendur: 663. Dómari: Kristinn Jakobsson 6. Skot (á mark): 12-10 (8-6) Varin skot: Daði 4 – Lasse 5 Horn: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-12 Rangstöður: 10-5 Haukar (4-3-3)Daði Lárusson 8 Grétar Atli Grétarsson 6 (89., Kristján Ómar Björnsson -) Daníel Einarsson 7 Jamie McCunnie 8 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 7 Guðjón Pétur Lýðsson 8 – Maður leiksins. Arnar Gunnlaugsson 6 (84., Guðmundur Viðar Mete -) Hilmar Geir Eiðsson 8 Úlfar Hrafn Pálsson 7 Magnús Björgvinsson 7 (86., Alexandre Garcia Canedo -) Keflavík (4-3-3)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 2 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (66., Haukur Ingi Guðnason 6) Magnús Þórir Matthíasson 6 (31., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (66., Brynjar Örn Guðmundsson 4) Hörður Sveinsson 2 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Sjá má lýsinguna hér.: Haukar - Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Haukar tóku á móti Keflavík á Vodafonevellinum í dag en þetta var fyrsti leikur 18. umferðar Pepsi-deildar karla. Botnliðið var miklu betra nær allan leikinn og vann sanngjarnan 2-0 sigur. Keflvíkingar byrjuðu leikinn með nokkrum látum en eftir um fimm mínútna leik var eins og allur vindur væri úr liðinu. Haukarnir tóku völdin og byrjuðu að þjarma að gestunum. Yfirburðir Haukanna á miðjunni voru algjörir og leikmenn liðsins voru miklu grimmari allan tímann. Framlína Haukanna var einnig mjög spræk og Haukarnir sköpuðu sér fjölda færa í fyrri hálfleik er þeir sprengdu upp Keflavíkurvörnina hvað eftir annað. Þeir skoruðu þó aðeins eitt mark og það gerði Magnús með laglegum skalla en varnarmenn Keflavíkur gleymdu honum algjörlega í teignum. Magnús byrjaði þá sókn Hauka með því að vinna boltann af Keflvíkingum. Boltinn barst út á vænginn til Úlfars sem sendi fína sendingu á Magnús sem afgreiddi boltann smekklega í netið. Magnús óð annars í færum í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þrennu. Hann lét sér þó eitt mark nægja að þessu sinni. Það var sama hvað Keflvíkingar gerðu í þessum leik, þeir voru alltaf undir. Guðjón Pétur skoraði afar smekklegt mark um hálftíma fyrir leikslok er hann óð upp vallarhelming Keflvíkinga, hljóp fram hjá hverjum leikmanni Keflavíkur áður en hann skoraði með laglegu skoti utan leiks. Keflavík náði aldrei að ógna eftir það og Haukar voru líklegri til þess að bæta við ef eitthvað var. Miðað við þennan leik er ótrúlegt til þess að hugsa að Haukar hafi aðeins verið að vinna sinn annan leik í sumar. Leikur liðsins í dag var frábær. Varnarleikurinn ótrúlega massífur og Daði afar öruggur þar fyrir aftan. Miðjumennirnir afar vinnusamir og sterkir. Tríóið í sóknarlínunni líflegt og alltaf líklegt. Haukar hefðu með réttu átt að skora mun meira enda skapaði liðið mikið. Liðsheildin var mögnuð í dag og í raun hvergi veikan blett að finna. Þó svo Willum Þór vilji ekki viðurkenna það fullum fetum þá er eitthvað mikið að hjá Keflavíkurliðinu. Liðið var andlaust, kraftlaust og í raun áhugalaust í dag. Sjálfstraust leikmanna virtist ekki vera mikið og leikmönnum virðist hreinlega ekki liða vel. Hinn sterki varnarleikur liðsins var ein rjúkandi rúst í dag og sóknarleikur liðsins fyrirsjáanlegur. Allar sóknir liðsins voru upp vinstri kantinn og skilaði nákvæmlega engu. Vinnuframlagið var þess utan afar takmarkað. Leikmenn Keflavíkur þurfa að fara í rækilega naflaskoðun og líta á sig sjálfa. Það er ekki hægt að kenna öðrum um því vandamálið liggur hjá þeim. Nú reynir líka á Willum hvort hann hafi það sem til þarf að rífa þetta lið upp úr þeirri holu sem það er komið í. Haukar-Keflavík 2-01-0 Magnús Björgvinsson (24.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (59.) Áhorfendur: 663. Dómari: Kristinn Jakobsson 6. Skot (á mark): 12-10 (8-6) Varin skot: Daði 4 – Lasse 5 Horn: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-12 Rangstöður: 10-5 Haukar (4-3-3)Daði Lárusson 8 Grétar Atli Grétarsson 6 (89., Kristján Ómar Björnsson -) Daníel Einarsson 7 Jamie McCunnie 8 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 7 Guðjón Pétur Lýðsson 8 – Maður leiksins. Arnar Gunnlaugsson 6 (84., Guðmundur Viðar Mete -) Hilmar Geir Eiðsson 8 Úlfar Hrafn Pálsson 7 Magnús Björgvinsson 7 (86., Alexandre Garcia Canedo -) Keflavík (4-3-3)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 5 Einar Orri Einarsson 2 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (66., Haukur Ingi Guðnason 6) Magnús Þórir Matthíasson 6 (31., Jóhann Birnir Guðmundsson 6) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (66., Brynjar Örn Guðmundsson 4) Hörður Sveinsson 2 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Sjá má lýsinguna hér.: Haukar - Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira