Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 Stefán Hirst Friðriksson á Fylkisvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Stefán Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum en Fylkismenn komu til baka í þeim síðari og voru óheppnir að fara ekki heim með stigin þrjú í leikslok. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari en heimamenn til leiks og stýrðu leiknum á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir og var það að lokum Keflavík sem tókst það með góðu marki. Hilmar Geir Eiðsson fékk þá frábæra stungusendingu innfyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel á nærstöngina. Keflvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum í hálfleiknum en tókst það ekki og staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés. Það var allt annað Fylkislið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en hann var eign heimamanna. Þeim tókst að jafna metin á 60. mínútu en þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir góða sendingu frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Fylkismenn voru ógnandi á næstu mínútum og reyndu oft á Ómar Jóhannsson, sem var virkilega öflugur í marki Keflvíkinga. Heimamenn hefðu getað nælt sér í stigin þrjú á lokamínútunum en Ómar varði vel í tvígang frá Fylkismönnum. Leiknum lyktaði því með 1-1 jafntefli í Árbænum og ljóst er að bæði lið geta bætt sinn heildarleik í komandi umferðum.Ásmundur: Synd að klára þetta ekki „Við erum ekki sáttir með stigið hérna í dag. Við áttum slakan fyrri hálfleik en hefðum átt að klára leikinn í þeim síðari. Við fengum miklu fleiri færi en þeir í þessum leik og í rauninni algjör synd að við skyldum ekki hafa klárað þetta," sagði Ásmundur. Fylkismönnum hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Ásmundur sagðist vera bjartsýnn á gott gengi „Við hlustum ekkert á neina spádóma fjölmiðla. Við þurfum bara að svara slíkum pælingum á vellinum. Mér líst vel á liðið sem við erum með hérna. Menn eru að koma til baka og erum við bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Zoran: Gáfum þeim auðvelt mark „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við stjórnuðum leiknum, skorum eitt mark og vorum sáttir með okkar frammistöðu. Við fengum þó marga möguleika til þess að skora fleiri mörk en gerðum það ekki, því miður," sagði Zoran „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Fengum gott færi í byrjun hálfleiksins en svo duttum við niður. Við gáfum þeim auðvelt mark og eftir það duttum við alveg útúr leiknum. Það vantaði kannski einhverja reynslu á miðjuna til þess að klára þetta. „Við hefðum vilja vinna leikinn en okkur tókst það ekki og vorum við heppnir að halda jafnteflinu í leikslok," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Ómar: Sáttir með stigið „Við byrjuðum leikinn vel og erum klaufar að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Þeir gefa svo í seinni hálfleiknum og þá getur þetta gerst. Þetta eru tvö jöfn lið og þetta var hörkuleikur," sagði Ómar „Við erum tiltölulega sáttir með stigið hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur og miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við bara að vera sáttir með þetta," bætti Ómar við. „Mér líst mjög vel á liðið. Við spiluðum mjög vel á undirbúningstímabilinu og hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki