Umfjöllun: Varamaðurinn tryggði KR dramatískan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Nettóvellinum skrifar 22. september 2011 15:10 Aron Bjarki Jóesepsson. Mynd/Anton Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira