Umfjöllun: Þolinmæðisverk hjá Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 17. maí 2010 16:03 Willum Þór, þjálfari Keflavíkur, gat fagnað eftir leikinn í kvöld. Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira