Umfjöllun: Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á teppinu Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 7. júní 2010 17:03 Þorvaldur Árnason í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deild karla. Keflavík hafði ekki tapað leik í sumar en fékk stóran skell á teppinu í kvöld. Stjarnan vann leikinn 4-0 og átti möguleika að skora mun fleri mörk í leiknum. Stjörnumenn með Steinþór Freyr Þorsteinsson í broddi fylkingar fóru illa með taplausa Keflvíkinga á gervigrasinu í kvöld, uppskáru stórsigur og fjögur mörk á móti liðinu sem varla var búið að fá á sig mark í sumar. Steinþór Freyr fór illa með alla varnarlínu Keflvíkinga í leiknum og skapaði hættu í nánast hverri sókn, annaðhvort með því að keyra á vörnina enda henda innköstunum inn að markteignum. Í bæði skiptin gerðu varnarmenn Keflavíkur mistök. Í fyrra markinu nýtti Halldór Orri Björnsson sér misskilning milli varnarmanna og markvarðar eftir langa sendingu Baldvins Sturlusonar og í því seinna "stal" Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu frá Alen Sutej við miðlínuna fór upp allan völlinn og skoraði. Stjörnumenn átti fjölmörg færi í upphafi seinni hálfleiks áður en Halldór Orri Björnsson kom Stjörnuliðinu í 4-0 með marki úr vítaspyrnu. Það voru líka fleiri að spila vel fyrir Stjörnuliðið, bakvörðurinn Baldvin Sturluson var góður, alveg eins og fyrirliðinn Daníel Laxdal og bróðir hans Jóhann Laxdal. Dennis Danry var líka flottur á miðjunni og Þorvaldur Árnason vann mikla og góða vinnu og setti mikla pressu á miðverðina allan tímann. Stjörnumenn gerðu það sem fáum hafði tekist í allt sumar sem var að opna Keflavíkurvörnina sem hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum sumarsins í deild og bikar. Þegar upp var staðið á teppinu í gærkvöldi þá gátu gestirnir úr Keflavík þakkað fyrir að sækja boltann bara fjórum sinnum úr netinu hjá sér. Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur, voru miklu betri allan tímann og sýndu enn á ný að það er ekkert grín að mæta á gervigrasið þegar stemmningin í Stjörnuliðinu er eins og hún var í gær. Stjarnan-Keflavík 4-0 Stjörnuvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1120Mörkin: 1-0 Halldór Orri Björnsson (16.) 2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (19.) 3-0 Dennis Danry (38.) 4-0 Halldór Orri Björnsson, víti (72.) Tölfræðin: Skot (á mark): 18-10 (8-5) Varin skot: Bjarni 3 - Árni Freyr 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-13 Rangstæður: 3-6Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 Dennis Danry 7 (85. Björn Pálsson -) Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins - (64., Bjarki Páll Eysteinsson 6) Þorvaldur Árnason 7 (87. Ólafur Karl Finsen -)Keflavík (4-4-2) Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 3 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (75., Ómar Karl Sigurðsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 4 Paul McShane 4 (59., Einar Orri Einarsson 5) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 Hörður Sveinsson 3 (59., Andri Steinn Birgisson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Stjörnumenn fóru illa með topplið Keflavíkur á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld í leik liðanna í 6. umferð Pepsi-deild karla. Keflavík hafði ekki tapað leik í sumar en fékk stóran skell á teppinu í kvöld. Stjarnan vann leikinn 4-0 og átti möguleika að skora mun fleri mörk í leiknum. Stjörnumenn með Steinþór Freyr Þorsteinsson í broddi fylkingar fóru illa með taplausa Keflvíkinga á gervigrasinu í kvöld, uppskáru stórsigur og fjögur mörk á móti liðinu sem varla var búið að fá á sig mark í sumar. Steinþór Freyr fór illa með alla varnarlínu Keflvíkinga í leiknum og skapaði hættu í nánast hverri sókn, annaðhvort með því að keyra á vörnina enda henda innköstunum inn að markteignum. Í bæði skiptin gerðu varnarmenn Keflavíkur mistök. Í fyrra markinu nýtti Halldór Orri Björnsson sér misskilning milli varnarmanna og markvarðar eftir langa sendingu Baldvins Sturlusonar og í því seinna "stal" Steinþór Freyr Þorsteinsson sendingu frá Alen Sutej við miðlínuna fór upp allan völlinn og skoraði. Stjörnumenn átti fjölmörg færi í upphafi seinni hálfleiks áður en Halldór Orri Björnsson kom Stjörnuliðinu í 4-0 með marki úr vítaspyrnu. Það voru líka fleiri að spila vel fyrir Stjörnuliðið, bakvörðurinn Baldvin Sturluson var góður, alveg eins og fyrirliðinn Daníel Laxdal og bróðir hans Jóhann Laxdal. Dennis Danry var líka flottur á miðjunni og Þorvaldur Árnason vann mikla og góða vinnu og setti mikla pressu á miðverðina allan tímann. Stjörnumenn gerðu það sem fáum hafði tekist í allt sumar sem var að opna Keflavíkurvörnina sem hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjum sumarsins í deild og bikar. Þegar upp var staðið á teppinu í gærkvöldi þá gátu gestirnir úr Keflavík þakkað fyrir að sækja boltann bara fjórum sinnum úr netinu hjá sér. Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur, voru miklu betri allan tímann og sýndu enn á ný að það er ekkert grín að mæta á gervigrasið þegar stemmningin í Stjörnuliðinu er eins og hún var í gær. Stjarnan-Keflavík 4-0 Stjörnuvöllur Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Áhorfendur: 1120Mörkin: 1-0 Halldór Orri Björnsson (16.) 2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (19.) 3-0 Dennis Danry (38.) 4-0 Halldór Orri Björnsson, víti (72.) Tölfræðin: Skot (á mark): 18-10 (8-5) Varin skot: Bjarni 3 - Árni Freyr 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 13-13 Rangstæður: 3-6Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 7 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 Dennis Danry 7 (85. Björn Pálsson -) Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnsson 8Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - Maður leiksins - (64., Bjarki Páll Eysteinsson 6) Þorvaldur Árnason 7 (87. Ólafur Karl Finsen -)Keflavík (4-4-2) Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 3 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (75., Ómar Karl Sigurðsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 4 Paul McShane 4 (59., Einar Orri Einarsson 5) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Guðmundur Steinarsson 4 Hörður Sveinsson 3 (59., Andri Steinn Birgisson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira