Umfjöllun: Óskar Örn tryggði KR jafntefli í blálokin Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Óskar Örn Hauksson. Mynd/Vilhelm Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira