Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. maí 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira