Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. júlí 2010 18:30 Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn. Keflvíkingar opnuðu nýja völlinn með látum en Guðmundur Steinarsson opnaði markareikning sinn á nýja Sparisjóðsvellinum með hörku skoti sem Gunnleifur Gunnleifsson réði ekki og heimamenn í góðri stöðu eftir hálftíma. Stuttu síðar fengu gestirnir kjörið tækifæri til að jafna leikinn en Atli Guðnason var felldur innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Tommy Nielsen fór á punktinn og þrumaði boltanum himinhátt yfir markið. FH-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu rétt undir lok fyrrihálfleiks en þá fór boltinn í hendina á Einari Orra Einarssyni leikmanni Keflavíkur. Erlendur Eiríksson dómari leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og lét leikinn halda áfram. Staðan var 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og jöfnuðu gestirnir eftir klukkutíma leik. Þar var að verki Ólafur Páll Snorrason sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn en nýttu sér það ekki og jafntefli niðurstaðan í fyrsta heimaleik Keflvíkinga á Sparisjóðsvellinum í sumar. Keflavík-FH 1-1 (1-0) 1-0 Guðmundur Steinarsson (27.) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (61.) Skot (á mark): 12-16 (7-7) Varin skot: Ómar 5 - Gunnleifur 6 Horn: 7-11 Aukaspyrnur fengnar: 10-5 Rangstöður: 3-2 Áhorfendur: 2170 Dómari: Erlendur Eiríksson 5 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 (65,. Jóhann Birnir Guðmundsson 6 ) Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (59,. Brynjar Guðmundsson 6 ) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - Maður leiksins Magnús Þórir Matthíasson 6 (88,. Ómar Karl Sigurðsson -) FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnlaugsson 7 Guðmundur Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (73,. Bjarki Gunnlaugsson 5 ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn. Keflvíkingar opnuðu nýja völlinn með látum en Guðmundur Steinarsson opnaði markareikning sinn á nýja Sparisjóðsvellinum með hörku skoti sem Gunnleifur Gunnleifsson réði ekki og heimamenn í góðri stöðu eftir hálftíma. Stuttu síðar fengu gestirnir kjörið tækifæri til að jafna leikinn en Atli Guðnason var felldur innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Tommy Nielsen fór á punktinn og þrumaði boltanum himinhátt yfir markið. FH-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu rétt undir lok fyrrihálfleiks en þá fór boltinn í hendina á Einari Orra Einarssyni leikmanni Keflavíkur. Erlendur Eiríksson dómari leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og lét leikinn halda áfram. Staðan var 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og jöfnuðu gestirnir eftir klukkutíma leik. Þar var að verki Ólafur Páll Snorrason sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn en nýttu sér það ekki og jafntefli niðurstaðan í fyrsta heimaleik Keflvíkinga á Sparisjóðsvellinum í sumar. Keflavík-FH 1-1 (1-0) 1-0 Guðmundur Steinarsson (27.) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (61.) Skot (á mark): 12-16 (7-7) Varin skot: Ómar 5 - Gunnleifur 6 Horn: 7-11 Aukaspyrnur fengnar: 10-5 Rangstöður: 3-2 Áhorfendur: 2170 Dómari: Erlendur Eiríksson 5 Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 (65,. Jóhann Birnir Guðmundsson 6 ) Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (59,. Brynjar Guðmundsson 6 ) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - Maður leiksins Magnús Þórir Matthíasson 6 (88,. Ómar Karl Sigurðsson -) FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnlaugsson 7 Guðmundur Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Pétur Viðarsson 5 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (73,. Bjarki Gunnlaugsson 5 )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira