Umfjöllun: Heppnir og þolinmóðir Keflvíkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Mynd/Valli Keflavík tryggði sér í kvöld langþráðan sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Fylkismenn í Árbænum, 2-1. Bæði mörk Keflvíkinga komu undir lok leiksins. Keflavík hafði ekki unnið í deildinni síðan 27. júní og hefur síðan dregist aftur úr í toppbaráttunni. En eftir sigurinn í kvöld er ljóst að það má ekki afskrifa Keflvíkinga enn. Fylkismenn voru reyndar sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora strax í upphafi leiks þegar að Albert Brynjar Ingason fékk tvívegis mjög góð færi. Í bæði skiptin bjargaði varnarmaður Keflavíkur. Albert bætti þó fyrir þetta er hann skoraði úr víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson fékk boltann í höndina í teignum. Markið var glæsilegt - Albert skaut föstu skoti í efra markhornið hægra megin. Aðeins meira jafnræði var með liðunum eftir þetta en Fylkismenn fengu gott færi til að skora annað mark undir lok fyrri hálfleiksins. Þá átti Andrés Már fínan skalla rétt framhjá marki gestanna. Keflvíkingar tóku þó völdin í seinni hálfleik og voru miklu meira með boltann. Illa gekk hins vegar að skapa sér færi og eftir því sem á leið á síðari hálfleikinn fóru Fylkismenn að beita hættulegri skyndisóknum. Valur Fannar Gíslason lét varnarmann Keflavíkur verja frá sér á marklínu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. En vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar að Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu á Fylkismenn. Magnús Þórir Matthíasson féll í teignum eftir viðskipti við Þórir Hannesson. Sannarlega umdeildur dómur að Fylkismönnum fannst, sérstaklega þar sem að Þórir fékk að líta sína aðra áminningu í leiknum fyrir brotið sem virtist ekki gróft. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr vítinu og lagði svo sjálfur upp sigurmarkið er hann stakk boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Jóhann Birni Guðmundsson. Hann klikkaði ekki einn gegn Fjalari í markinu og renndi boltanum í nærhornið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Fylkismenn ná forystu í leik í sumar en tapa henni niður. Þeir geta verið ósáttir en Keflvíkingar fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok, enda hafði þolinmæði - með smá heppni líka - skilað þremur dýrmætum stigum í hús. Það verður þó ekki tekið af Keflvíkingum að þeir spiluðu vel í síðari hálfleik og gerðu allt í þeirra valdi til að brjóta ísinn sem tókst svo á elleftu stundu.Fylkir - Keflavík 1-2 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (82.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (86.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 856Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5)Skot (á mark): 11-11 (5-5)Varin skot: Fjalar 3 - Ómar 1Hornspyrnur: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 11-15Rangstöður: 7-3Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andri Þór Jónsson 6 (51. Ásgeir Örn Arnþórsson 6) Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (82. Davíð Ásbjörnsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (73. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingason 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 (21. Lasse Jörgensen 6) Guðjón Árni Antoníusson 6 (34. Paul McShane 6) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Magnús Þórir Matthíasson 5 (90. Hörður Sveinsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37 Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Keflavík tryggði sér í kvöld langþráðan sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Fylkismenn í Árbænum, 2-1. Bæði mörk Keflvíkinga komu undir lok leiksins. Keflavík hafði ekki unnið í deildinni síðan 27. júní og hefur síðan dregist aftur úr í toppbaráttunni. En eftir sigurinn í kvöld er ljóst að það má ekki afskrifa Keflvíkinga enn. Fylkismenn voru reyndar sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu átt að skora strax í upphafi leiks þegar að Albert Brynjar Ingason fékk tvívegis mjög góð færi. Í bæði skiptin bjargaði varnarmaður Keflavíkur. Albert bætti þó fyrir þetta er hann skoraði úr víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson fékk boltann í höndina í teignum. Markið var glæsilegt - Albert skaut föstu skoti í efra markhornið hægra megin. Aðeins meira jafnræði var með liðunum eftir þetta en Fylkismenn fengu gott færi til að skora annað mark undir lok fyrri hálfleiksins. Þá átti Andrés Már fínan skalla rétt framhjá marki gestanna. Keflvíkingar tóku þó völdin í seinni hálfleik og voru miklu meira með boltann. Illa gekk hins vegar að skapa sér færi og eftir því sem á leið á síðari hálfleikinn fóru Fylkismenn að beita hættulegri skyndisóknum. Valur Fannar Gíslason lét varnarmann Keflavíkur verja frá sér á marklínu þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. En vendipunktur leiksins kom á 82. mínútu þegar að Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu á Fylkismenn. Magnús Þórir Matthíasson féll í teignum eftir viðskipti við Þórir Hannesson. Sannarlega umdeildur dómur að Fylkismönnum fannst, sérstaklega þar sem að Þórir fékk að líta sína aðra áminningu í leiknum fyrir brotið sem virtist ekki gróft. Guðmundur Steinarsson skoraði örugglega úr vítinu og lagði svo sjálfur upp sigurmarkið er hann stakk boltanum inn fyrir Fylkisvörnina á Jóhann Birni Guðmundsson. Hann klikkaði ekki einn gegn Fjalari í markinu og renndi boltanum í nærhornið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Fylkismenn ná forystu í leik í sumar en tapa henni niður. Þeir geta verið ósáttir en Keflvíkingar fögnuðu eðlilega vel og innilega í leikslok, enda hafði þolinmæði - með smá heppni líka - skilað þremur dýrmætum stigum í hús. Það verður þó ekki tekið af Keflvíkingum að þeir spiluðu vel í síðari hálfleik og gerðu allt í þeirra valdi til að brjóta ísinn sem tókst svo á elleftu stundu.Fylkir - Keflavík 1-2 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (82.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (86.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 856Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5)Skot (á mark): 11-11 (5-5)Varin skot: Fjalar 3 - Ómar 1Hornspyrnur: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 11-15Rangstöður: 7-3Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andri Þór Jónsson 6 (51. Ásgeir Örn Arnþórsson 6) Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (82. Davíð Ásbjörnsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 4 (73. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingason 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 (21. Lasse Jörgensen 6) Guðjón Árni Antoníusson 6 (34. Paul McShane 6) Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 6 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins Magnús Sverrir Þorsteinsson 4 Magnús Þórir Matthíasson 5 (90. Hörður Sveinsson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37 Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Haraldur Freyr: Mikill vinnusigur Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var hæstánægður eftir sigur sinna manna á Fylki í Árbænum í kvöld. 5. ágúst 2010 21:37
Andrés Már: Hreinn aumingjaskapur „Þetta er bara til skammar og hreinn aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði hundfúll Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, eftir tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. 5. ágúst 2010 21:42