Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. september 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira