Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. september 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira